Guðrún Hafsteinsdóttir nýr formaður stjórnar

17. mar. 2016

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ástu Rut Jónasdóttur. Ný stjórn sjóðsins kom saman til fyrsta fundar í dag og skipti með sér verkum.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ástu Rut Jónasdóttur. Ný stjórn sjóðsins kom saman til fyrsta fundar í dag og skipti með sér verkum.

Kjörtímabil stjórnar er þrjú ár og er ný stjórn kjörin frá og með 1. mars 2016 til loka febrúar 2019. Tveir stjórnarmanna hafa áður setið í stjórninni, aðrir eru nýir. Fjórir stjórnarmenn af átta eru tilnefndir af VR stéttarfélagi, fjórir af samtökum atvinnurekenda.

Stjórn sjóðsins skipa:

Auður Árnadóttir, tilnefnd af VR

Ína Björk Hannesdóttir, tilnefnd af VR

Magnús Ragnar Guðmundsson, tilnefndur af VR

Ólafur Reimar Gunnarsson varaformaður, tilnefndur af VR

 

Benedikt K. Kristjánsson, tilnefndur af Kaupmannasamtökum Íslands

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, tilnefnd af Félagi atvinnurekenda

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins að fengnu áliti Samtaka atvinnulífsins

Úlfar Steindórsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins að fengnu áliti Viðskiptaráðs Íslands

 

Benedikt og Guðný Rósa hafa áður setið í stjórninni.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var haldinn í dag og skipti stjórn þá með sér verkum.