Greiðsluhlé á sjóðfélagalánum
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður þeim greiðsluhlé sem eiga í vandræðum með afborganir af sjóðfélagalánum sínum.
Þetta er til að
koma til móts við þá sem lenda í vanda vegna margvíslegra neikvæðra áhrifa
COVID-19 á atvinnulífið í landinu og þar með tekjur fólks.
Greiðsluhlé eru sex mánuðir en hægt er að ljúka því fyrr ef þess er óskað. Meðan greiðsluhlé varir leggjast afborganir og vextir ofan á höfuðstól þannig að afborganir hækka þegar greiðsluhléi líkur.
Nánari upplýsingar um umsókn um greiðsluhlé eru hér.