Gjald í Endurhæfingarsjóð lækkar og verður 0,10%.

6. jan. 2016

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent launagreiðendum bréf/tölvupóst með ábendingu um breytingu á gjaldi í Endurhæfingarsjóð. Gjaldið lækkar úr 0,13% í 0,10% af gjaldstofni sem er lífeyrisiðgjöld starfsmanna og tók lækkunin gildi um áramót og á við janúarlaun.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent launagreiðendum bréf/tölvupóst með ábendingu um breytingu á gjaldi í Endurhæfingarsjóð. Gjaldið lækkar úr 0,13% í 0,10% af gjaldstofni sem er lífeyrisiðgjöld starfsmanna og tók lækkunin gildi um áramót og á við janúarlaun. Þetta gjald var fyrst sett á haustið 2011 og er tilgangur þess að fjármagna starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Gjald í Endurhæfingarsjóð lækkar og verður 0,10% frá og með janúarlaunum 2016.

Gjaldið er reiknað vegna þeirra launþega sem greiða lífeyrisiðgjald og á að skilast í þann sjóð sem starfsmaður greiðir iðgjald til.

Launagreiðendur eru beðnir að gera viðeigandi breytingar í launakerfum sínum þannig að réttar skilagreinar berist sjóðnum.

Þessi breyting var ákveðin með samþykkt Alþingis þann 19. desember 2015 á ákvæði til bráðabirgða í lögum 113/1990 um tryggingagjald og ákvæði til bráðabirgða í lögum 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.

Bráðabirgðaákvæðin kveða á um að iðgjöld atvinnurekenda og þeirra sem stunda sjálfstæða starfsemi og lífeyrissjóða til starfsendurhæfingarsjóðs skuli vera 0,10% af stofni til iðgjalds vegna áranna 2016 og 2017 í stað 0,13% áður.