Gagnsæistilkynning frá FME

15. apr. 2021

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur í morgun birt niðurstöður athugunar á stjórnarháttum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Gagnsæistilkynninguna má sjá hér

Lífeyrissjóðurinn hefur ávallt lagt mikla áherslu á góða stjórnarhætti og mun taka mið af athugasemdum FME sem fram koma. Tryggt verður að boðaðar og nýlega samþykktar úrbætur á málsmeðferð og ákvarðanatöku stjórnar sjóðsins nái fram að ganga, ekki síst hvað varðar framkvæmd við mat á hæfi stjórnarmanna. FME telur ekki að um vanhæfi stjórnarmanns eða stjórnarmanna hafi verið að ræða við ákvarðanatöku í tengslum við hlutafjárútboð Icelandair Group, en gerir athugasemdir við framkvæmdina við mat á hæfi stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun í málinu.

Nú þegar hafa verið innleiddar tilteknar úrbætur á verkferlum og við meðferð einstakra mála til að verða við ábendingum FME.

Lífeyrissjóðurinn hefur ávallt leitast við að veita réttar upplýsingar til FME og mun áfram hafa það að leiðarljósi.