Fjárfestingarstefna sjóðsins uppfærð

30. jún. 2017

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna samþykkti nýja fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn á fundi sínum þann 22. júní síðastliðinn. Með henni eru innleiddar reglur nýrra laga um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða og eignastýringu.

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna samþykkti nýja fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn á fundi sínum þann 22. júní síðastliðinn. Með henni eru innleiddar reglur nýrra laga um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða og eignastýringu.

Margþættar breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða voru gerðar með lögum nr. 113/2016, sem taka gildi 1. júlí 2017. Í lögunum kemur fram að ráðherra skuli setja í reglugerð nánari ákvæði um form og efni fjárfestingarstefnu, úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar og framkvæmd áhættustýringar, meðal annars um umfang hennar í hlutfalli við stærð lífeyrissjóðs, stöðu þeirra sem stýra áhættu í skipuriti lífeyrissjóðs, útvistun áhættustýringar, áhættumat og skýrslugjöf.

Þar sem umrædd reglugerð hefur ekki verið gefin út er gert ráð fyrir að stjórn og stjórnendur sjóðsins meti það, þegar reglugerðin hefur verið gefin út, hvort gera þurfi frekari breytingar á fjárfestingarstefnunni, en vegna gildistöku laganna um mánaðamótin var talið rétt að bíða ekki frekar með uppfærslu fjárfestingarstefnunnar samkvæmt ákvæðum laganna.

Fjárfestingarstefnan er aðgengileg hér .