Endurgreiðsla vegna mistaka Hagstofunnar

31. okt. 2016

Hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til loka október og leiðir af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning á neysluvísitölu verður reiknuð á næstu vikum.

Hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til loka október og leiðir af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning á neysluvísitölu verður reiknuð á næstu vikum. Mismunurinn verður greiddur inn á höfuðstól lánanna sem um ræðir. Lántakendum verður tilkynnt um innborgunina þegar að henni kemur.

Með þessu leitast sjóðurinn við að tryggja að sjóðfélagar, sem tóku verðtryggð lán á umræddu tímabili, verði ekki fyrir skaða vegna þessara mistaka Hagstofunnar eins og greint var frá þann 20. október hér.