Breyttur afgreiðslutími sjóðsins

6. nóv. 2019

Framvegis verður skrifstofu og afgreiðslu sjóðsins lokað kl. 15:00 á föstudögum.

 

Þetta er gert í samræmi við ákvæði kjarasamninga frá því síðasta vor um styttingu vinnuvikunnar.

Breytingin er liður í því að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks sem er mikilvægur þáttur í góðu vinnuumhverfi.