Breytingar á samþykktum sjóðsins

20. jún. 2017

Breytingarnar verða kynntar á sérstökum aukaársfundi sjóðsins, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. júní klukkan 09:00.

Stjórn sjóðsins samþykkti á fundi sínum 30. maí 2017 breytingar á samþykktum sjóðsins. Breytingarnar eru til komnar vegna nýrrar deildar í sjóðnum, C-deildar, sem tekur við tilgreindri séreign í samræmi við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá janúar 2016. Breytingarnar má sjá hér.
Samþykktir sjóðsins í heild má sjá hér.

Breytingarnar verða kynntar á sérstökum aukaársfundi sjóðsins, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 21. júní klukkan 09:00.

Ítarlegar skýringar á tilgreindri séreign og öðru er varðar hækkun mótframlags launagreiðenda verða birtar hér á vefnum um mánaðamót júní/júlí næstkomandi.