Breytingar á samþykktum LV – Tóku gildi 1. september 2019

2. sep. 2019

Breytingarnar lúta einkum að 5. og 6. grein samþykkta sjóðsins sem fjalla um stjórn, fulltrúaráð, framkvæmdastjóra og ársfundi sjóðsins.

Breytingar á samþykktum LV, sem kynntar voru á ársfundi lífeyrissjóðsins 26. mars 2019, hafa tekið gildi.

Breytingarnar varða greinar 2.2., 5, 6, 24.1, 24.2, 24.4 og 25.1, í samþykktum sjóðsins. Þær leiða af ákvæðum kjarasamninga VR, Samtaka atvinnulífsins og Félags atvinnurekenda, dags. 23. apríl 2018 og samnings Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, dags. 24. apríl 2018. Í tilvitnuðum samningum er samið um ákveðin atriði sem varða skipan stjórnar LV, framkvæmd ársfundar, skipan tilnefningarnefnda, fulltrúaráðs og nefndar um laun stjórnar sjóðsins.

Breytingarnar byggja á tillögu stjórnar en við gerð þeirra var byggt á nefndum kjarasamningum, ákvæðum laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, leiðbeiningum um stjórnarhætti (5. útgáfa) og reynslu af rekstri LV almennt. Samráð var haft við ASÍ, VR og SA auk þess sem fulltrúar allra aðildarsamtaka sjóðsins eiga fulltrúa í stjórn hans og hafa þannig átt aðkomu að breytingunum.

Breytingarnar lúta einkum að 5. og 6. grein samþykkta sjóðsins sem fjalla um stjórn, fulltrúaráð, framkvæmdastjóra og ársfundi sjóðsins. Í breytingunum felst:

  • að stofnað verði fulltrúaráð LV
  • aðkoma tilnefningarnefnda að skipan stjórnar LV
  • ákvæði um ákvörðun stjórnarlauna
  • Ítarlegri reglur eru um hlutverk ársfundar sjóðsins varðandi ákvörðun stjórnarlauna, staðfestingu starfskjarastefnu, vali á endurskoðanda, og staðfestingu samþykktabreytinga

Texti samþykktabreytinganna eins og hann var kynntur á ársfundi LV 26. mars 2019 er aðgengilegur hér.

Samþykktir LV í heild eru aðgengilegar hér.