Jólakveðja og afgreiðslutími um hátíðirnar

21. des. 2020

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samskiptin á árinu.

Afgreiðsla sjóðsins er áfram lokuð allri umferð í samræmi við sóttvarnareglur stjórnvalda. Hægt er að senda tölvupóst eða hringja í Þjónustuver frá kl. 9:00-16:00. Þjónustuver verður opið fyrir síma- og tölvupóstþjónustu á þorláksmessu, 23. desember og 28.-30. desember.

Skrifstofa sjóðsins verður lokuð á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Það á líka við Þjónustuver.

Eftir áramót verður skrifstofan áfram lokuð samkvæmt sóttvarnareglum, en Þjónustuver opið fyrir síma- og tölvupóstþjónustu á venjulegum tíma frá og með mánudeginum 4. janúar.