Fréttasafn: mars 2021
Fyrirsagnalisti
Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við formennsku stjórnar LV
Að loknum vel heppnuðum ársfundi sjóðsins í gær á Grand Hótel Reykjavík fundaði stjórn sjóðsins og skipti með sér verkum. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við formennsku af Stefáni Sveinbjörnssyni sem tók við varaformennsku.
Lesa meiraFyrsta sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Sjálfbærniskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var kynnt á ársfundi sjóðsins þann 23. mars 2021. Þetta er fyrsta sjálfbærniskýrsla sjóðsins og er til marks um víðtæka áherslubreytingu í allri starfsemi sjóðsins, sem að hluta til hefur komið til framkvæmda undanfarin ár og verður með vaxandi þunga innleidd á næstu árum.
Lesa meiraAðalfundur Arion banka hf. – Tillögur og bókanir LV varðandi stjórnarlaun, tilnefningarnefnd og starfskjarastefnu
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur undanfarna daga átt samtöl við formann stjórnar Arion banka hf. í tengslum við aðalfund félagsins sem haldinn verður 16. mars n.k.
Lesa meiraLV semur við MSCI ESG Research
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) samdi nýverið við MSCI ESG Research (MSCI) um aðgang að upplýsingaveitu MSCI er snýr að ábyrgum fjárfestingum. LV leggur nú aukna áherslu á ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni og samningurinn við MSCI er liður í þeirri vegferð.
Lesa meira