Fréttasafn: 2019
Fyrirsagnalisti
Afgreiðslutími um hátíðarnar
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meiraÁbyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða
Langtímasjónarmið eru í auknum mæli höfð til hliðsjónar við mat á fjárfestingarkostum lífeyrissjóða og við stýringu eignasafna þeirra. Markmiðið er að bæta áhættustýringu, styðja við trausta langtímaávöxtun og að endurspegla gildi lífeyrissjóða sem fjárfesta. Þetta er vegferð sem tekur tíma þar sem byggja þarf upp reynslu og viðbótar þekkingu.
Lesa meiraFundur fulltrúaráðs: Stefnir í góða afkomu 2019.
Fulltrúaráð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kom saman til síns fyrsta fundar þann 27. nóvember 2019. 50 manns eiga sæti í fulltrúaráðinu, 25 frá VR og 25 frá launagreiðendum.
Lesa meiraBreytingar á hlutverki lífeyrissjóða m.t.t. ábyrgra fjárfestinga
Landssamtök lífeyrissjóða héldu á dögunum málþing um breytingar á hlutverki lífeyrissjóða með tilliti til ábyrgra fjárfestinga. Einn frummælenda var Tómas Njáll Möller yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hér á eftir fer frásögn af erindi hans á málþinginu, birt með góðfúslegu leyfi Landssamtakanna.
Lesa meiraLánareglur breytast og vextir verðtryggðra lána lækka
Frá og með 3. október 2019 lækka fastir vextir verðtryggðra lána hjá sjóðnum úr 3,40% í 3,20% og vextir af óverðtryggðum lánum verða óbreyttir 5,14%. Þetta er samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins og munu samhliða þessu lánareglur sjóðfélagalána taka breytingum.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu apríl 2019 til og með ágúst 2019.
Lesa meiraLífeyrisgreiðslur yfir 1,3 milljarðar á mánuði
Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrstu átta mánuði ársins námu 10,5 milljörðum króna, sem samsvarar að meðaltali ríflega 1.300 milljónum króna á mánuði. Þetta er 11,7% meira en á sama tímabili í fyrra.
Lesa meiraBreytingar á samþykktum LV – Tóku gildi 1. september 2019
Breytingarnar lúta einkum að 5. og 6. grein samþykkta sjóðsins sem fjalla um stjórn, fulltrúaráð, framkvæmdastjóra og ársfundi sjóðsins.
Lesa meiraStefán Sveinbjörnsson nýr formaður stjórnar
Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ólafi Reimari Gunnarssyni. Varaformaður er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.
Lesa meiraLV leggur til árangurstengingu kaupverðs
Tillaga til hluthafafundar HB Granda um að félagið kaupi fjögur félög af Útgerðarfélagi Reykjavíkur hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla undanfarna daga. Hefur m.a. verið kallað eftir afstöðu LV til málsins, en sjóðurinn er einn stærstu hluthafanna í HB Granda. Hluthafafundurinn verður haldinn síðdegis í dag. Niðurstaða sjóðsins liggur nú fyrir og er eftirfarandi:
Lesa meiraVaxtabreyting á óverðtryggðum sjóðfélagalánum LV
Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána lækka frá og með 15. júlí 2019 úr 6,12% í 5,14%. Breytingin á við um ný lán sem veitt eru frá og með þessum degi.
Lesa meiraHeimild til að nýta séreignarsparnað framlengd
Þeir sem greiða í séreignarsjóð til sjóðsins geta nýtt inngreiðslur, skattfrjálst, á tímabilinu 1. júlí 2019 til 30. júní 2021 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Lesa meiraBréf Fjármálaeftirlitsins varðandi umboð stjórnarmanna í LV
Eins og kunnugt má vera hefur skipan og umboð stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) verið til umræðu á vettvangi sjóðsins, VR og í fjölmiðlum.
Lesa meiraEr hægt að borða kökuna og geyma hana líka?
Eftirfarandi er grein eftir Árna Stefánsson, stjórnarmann í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Styttri útgáfa af þessari grein er birt í Fréttablaðinu í dag, 28. júní 2019.
Lesa meiraHagsmunir sjóðfélaga og lántakenda ætíð að leiðarljósi
Vegna umfjöllunar um vaxtabreytingar hjá stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, vill stjórn sjóðsins koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meiraLV og Grund Mörkin ehf. semja um endurfjármögnun íbúða félagsins
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Grund Mörkin ehf., hafa samið um langtíma fjármögnun á íbúðum félagsins.
Lesa meiraÞannig vinna fjármunirnir okkar í okkar þágu og samfélagsins
„Á dögunum bárust fréttir af því að nokkrir lífeyrissjóðir hefðu keypt helming hlutafjár í HS Orku og hugmyndir eru uppi um að lífeyrissjóðir taki þátt í innviðauppbyggingu á vegum sveitarfélaga. Ég er sannfærð um að við eigum eftir að heyra fleiri fréttir í þessum dúr og vona það satt að segja. Ég hvet meira að segja lífeyrissjóðina til að nýta líka styrk sinn til innviðauppbyggingar. Það má gera án þess að slegið sé af arðsemiskröfum. Þannig vinna fjármunirnir okkar, í sjóðunum fyrir sér, í okkar þágu og samfélagsins,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður LV og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða á hátíðarfundi Landssamtakanna í tilefni af að 50 ár eru liðin frá því íslenska lífeyriskerfið í núverandi mynd var stofnað með kjarasamningum á vordögum 1969. Við birtum hér ræðu Guðrúnar í heild:
Lesa meiraVaxtabreytingar á verðtryggðum sjóðfélagalánum LV
Fastir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána lækka frá og með föstudeginum 24. maí 2019 úr 3,60% í 3,40%. Breytingin á við ný lán sem veitt eru frá og með þessum degi.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í LV hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu september 2018 til og með mars 2019.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða