Fréttasafn: febrúar 2017

Fyrirsagnalisti

Ársuppgjör 2016: Eignir 602 milljarðar, ávöxtun 0,9% - 18. feb. 2017

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur vaxið að stærð og styrk undanfarin ár og áratugi og nema eignir nú 602 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins í heild nam 0,9% sem jafngildir -1,2% raunávöxtun. Ávöxtun eignaflokka var með nokkuð ólíkum hætti.

Lesa meira

Mjög góð ávöxtun af hlutabréfum Icelandair - 2. feb. 2017

Hlutabréf Icelandair Group féllu í verði í gær, 1. febrúar 2017, í kjölfar afkomuviðvörunar frá félaginu. Síðan hafa birst í fjölmiðlum vangaveltur um að Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem stærsti eigandi hlutafjár í félaginu, hafi orðið fyrir tjóni vegna verðfallsins.

Lesa meira