Fréttasafn: desember 2016

Fyrirsagnalisti

Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 24. des. 2016

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Lesa meira

Framsækinn sjóður í 60 ár - 16. des. 2016

Viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, birtist í sérblaði Fréttablaðsins 16. desember. Við birtum viðtalið með góðfúslegu leyfi Fréttablaðsins.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins. Um síðustu áramót var hrein eign hans til greiðslu lífeyris um 584 milljarðar króna og hafði þá aukist um tæp 15% frá árinu áður. Sjóðurinn er án ábyrgðar launagreiðenda, þ.e. eignir sjóðsins eru trygging fyrir lífeyrisloforðum en ekki eins og sjóðir opinberra starfsmanna þar sem hið opinbera ábyrgist lífeyrisgreiðslurnar. Þetta setur miklar kröfur á hendur stjórna og stjórnenda sjóðsins um að skila góðri ávöxtun til að tryggja sjóðfélögum sem bestan lífeyri.

Lesa meira