Fréttasafn: apríl 2016

Fyrirsagnalisti

Óbreytt afstaða stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til stjórnarkjörs í HB Granda hf. - 7. apr. 2016

Á aðalfundi HB Granda hf. 1. apríl s.l. var kjör stjórnar félagsins á dagskrá. Sjö framboð bárust, frá öllum stjórnarmönnum og tveimur að auki. Annað þeirra nýtur stuðnings LV. Áður en til stjórnarkjörs kom drógu allir stjórnarmenn óvænt framboð sitt til baka. Stjórnarkjöri var því frestað og gert er ráð fyrir að það fari fram á boðuðum framhaldsaðalfundi 28. apríl næstkomandi. Stjórn LV vísar alfarið á bug þeirri afstöðu sem fram kemur í máli stjórnar HB Granda hf. að það að lífeyrissjóðurinn nýti atkvæðisrétt sinn við stjórnarkjör og styðja aðila sem ekki situr í núverandi stjórn félagsins jafngildi vantrausti á rekstur félagsins.

Lesa meira