Fréttasafn: 2016
Fyrirsagnalisti
Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.
Lesa meiraFramsækinn sjóður í 60 ár
Viðtal við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, birtist í sérblaði Fréttablaðsins 16. desember. Við birtum viðtalið með góðfúslegu leyfi Fréttablaðsins.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins. Um síðustu áramót var hrein eign hans til greiðslu lífeyris um 584 milljarðar króna og hafði þá aukist um tæp 15% frá árinu áður. Sjóðurinn er án ábyrgðar launagreiðenda, þ.e. eignir sjóðsins eru trygging fyrir lífeyrisloforðum en ekki eins og sjóðir opinberra starfsmanna þar sem hið opinbera ábyrgist lífeyrisgreiðslurnar. Þetta setur miklar kröfur á hendur stjórna og stjórnenda sjóðsins um að skila góðri ávöxtun til að tryggja sjóðfélögum sem bestan lífeyri.
Lesa meiraLántökugjald verður föst krónutala
Lántökugjald við töku sjóðfélagalána hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna breytist í dag og verður hér eftir föst tala, 55.000 krónur, í stað hlutfalls af lánsfjárhæð.
Lesa meiraEndurgreiðsla vegna mistaka Hagstofunnar
Hækkun á höfuðstól verðtryggðra sjóðfélagalána sem tekin voru á tímabilinu 1. maí til loka október og leiðir af mistökum Hagstofu Íslands við útreikning á neysluvísitölu verður reiknuð á næstu vikum.
Lesa meiraKvennafrí í dag 24. október
Skrifstofa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður fremur fáliðuð í dag, kvennafrídaginn 24. október frá klukkan 14:38. Í tilefni dagsins gefur sjóðurinn konum sem hjá honum starfa tækifæri til að fara og taka þátt í viðburðum dagsins. Sjóðfélagar geta orðið þessa varir með hægari þjónustu en alla jafna. Við biðjum þá vinsamlegast að sýna þeim sem eftir sitja þolinmæði og biðlund – þeir gera sitt besta.
Lesa meiraLántakar bera ekki skaða af rangri vísitölu
Staða lífeyrissjóða hefur batnað mikið
Með betra efnahagsumhverfi og hagvexti hefur hagur almennra lífeyrissjóða batnað verulega. Enn vantar mikið upp á skuldbindingar hins opinbera.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu janúar 2016 til og með ágúst 2016.
Lesa meiraLífeyrisgreiðslur komnar yfir milljarð á mánuði
Heildarfjárhæð lífeyrisgreiðslna til sjóðfélaga úr Lífeyrissjóði verzlunarmanna varð rúmlega milljarður króna í júlímánuði síðastliðnum.
Lesa meiraMótframlag hækkar í 8,5%
Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.
Lesa meiraTryggingafræðileg staða hefur hækkað um 11 prósentustig á fimm árum
Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna batnaði á árinu 2015, fimmta árið í röð. Heildareignir eru nú 8,7% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 5,1% árið 2014. Bætt tryggingafræðileg staða er einkum tilkomin vegna góðrar ávöxtunar eigna sjóðsins en lág verðbólga hefur einnig áhrif.
Lesa meiraLífeyrisréttindi hafa hækkað um 8,9% umfram hækkun verðlags
Öðru hverju hefur því verið haldið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi „skert“ lífeyrisréttindi um 10%. Þá er einungis horft til einnar breytingar á réttindunum, þeirrar sem síðast var gerð. Breytingarnar hafa hins vegar verið fleiri, samtals fimm, og heildaráhrif þeirra 8,9% hækkun réttindanna, ekki lækkun.
Lesa meiraUm starfskjör framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Starfskjör framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa verið tekin til umræðu í nokkrum fjölmiðlum undanfarið. Af því tilefni telur lífeyrissjóðurinn rétt að eftirfarandi komi fram:
Lesa meiraMótframlag hækkar í 8,5%
Mótframlag sem launagreiðandi innir af hendi í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 8,5% frá og með júlí launum 2016 samkvæmt kjarasamningi ASÍ og fl. við Samtök atvinnulífsins frá 21. janúar sl.
Lesa meiraLífaldur hækkar, er vinnumarkaðurinn búinn undir það?
Vefflugan, vefrit Landssamtaka lífeyrissjóða 6. tbl., er komin út. Þar er fjallað um helstu mál sem varða lífeyrissjóðina og sjóðfélaga þeirra og eru efst á baugi hjá forystusveitum lífeyrissjóðakerfisins og vinnumarkaðarins um þessar mundir. Hæst ber þar að fólk nær sífellt hærri aldri. Því fylgja miklar áskoranir. Hvernig verður tekist á við þær?
Lesa meiraÓbreytt afstaða stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til stjórnarkjörs í HB Granda hf.
Á aðalfundi HB Granda hf. 1. apríl s.l. var kjör stjórnar félagsins á dagskrá. Sjö framboð bárust, frá öllum stjórnarmönnum og tveimur að auki. Annað þeirra nýtur stuðnings LV. Áður en til stjórnarkjörs kom drógu allir stjórnarmenn óvænt framboð sitt til baka. Stjórnarkjöri var því frestað og gert er ráð fyrir að það fari fram á boðuðum framhaldsaðalfundi 28. apríl næstkomandi. Stjórn LV vísar alfarið á bug þeirri afstöðu sem fram kemur í máli stjórnar HB Granda hf. að það að lífeyrissjóðurinn nýti atkvæðisrétt sinn við stjórnarkjör og styðja aðila sem ekki situr í núverandi stjórn félagsins jafngildi vantrausti á rekstur félagsins.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu september 2015 til og með febrúar 2016.
Lesa meiraGuðrún Hafsteinsdóttir nýr formaður stjórnar
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins hefur tekið við formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af Ástu Rut Jónasdóttur. Ný stjórn sjóðsins kom saman til fyrsta fundar í dag og skipti með sér verkum.
Lesa meiraGóður árangur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kynnir þessa dagana afar góða afkomu ársins 2015. Svo skemmtilega vill til að um leið fagnar sjóðurinn 60 ára afmæli starfsemi sinnar, en hann var stofnaður hinn 1. febrúar 1956.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna getur nú á 60 ára afmæli sínu kynnt sjóðfélögum sínum sérstaklega sterka stöðu til að standa undir skuldbindingum sínum til að greiða þeim lífeyri.
Lesa meiraLífeyrissjóður verzlunarmanna eflist
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kynnir afar góða afkomu á árinu 2015 um leið og sjóðurinn fagnar þeim merka áfanga að náð 60 ára aldri. Sjóðurinn hefur vaxið mjög að stærð og styrk eins og sjá má af uppgjöri ársins. Þar ber hæst að hrein raunávöxtun eigna var 10,2%. Fjárfestingartekjur voru 64 milljarðar og skiluðu allir eignaflokkar jákvæðri ávöxtun. Tryggingafræðileg staða sjóðsins styrktist verulega og er nú með því betra sem gerist meðal lífeyrissjóða.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða