Fréttasafn: nóvember 2015

Fyrirsagnalisti

Lífeyrisgreiðslur nálgast milljarð á mánuði - 27. nóv. 2015

Greiðslur lífeyris frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrstu 11 mánuði ársins námu um 9.566 milljónum króna og hafa því aukist um tæplega 840 milljónir króna frá sama tíma í fyrra. Lífeyrisgreiðslurnar eru nú þegar orðnar jafn háar og allt árið í fyrra.

Lesa meira

Áratuga samfelld saga sjóðfélagalána - 5. nóv. 2015

Mikil og góð viðbrögð hafa orðið við ákvörðun stjórnar sjóðsins í haustbyrjun að bjóða bætt kjör á sjóðfélagalánum og fjölbreytilegri lánamöguleika, eins og óverðtryggð lán. M.a. var talsvert fjallað um breytingarnar í fjölmiðlum, mátti jafnvel skilja á sumum fréttum að þessi lánastarfsemi væri ný af nálinni. Svo er þó aldeilis ekki, fyrstu sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna voru veitt árið 1957.

Lesa meira