Fréttasafn: október 2015

Fyrirsagnalisti

Vextir lækka og lánshlutfall hækkar í 75% - 6. okt. 2015

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið nokkrar breytingar á kjörum sjóðfélagalána. Helstu breytingarnar eru að veðhlutfall hækkar í allt að 75%, boðið er upp á óverðtryggð lán, vextir nýrra verðtryggðra lána með föstum vöxtum lækka í 3,6% og lántökukostnaður lækkar í 0,75%. Allir sjóðfélagar eiga lánsrétt, þ.e. þeir sem einhvern tíma hafa greitt iðgjöld til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þeir eru um 150 þúsund talsins.

Lesa meira

Yfirlit send sjóðfélögum - 6. okt. 2015

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu mars 2015 til og með ágúst 2015. Lesa meira