Fréttasafn: ágúst 2015

Fyrirsagnalisti

Íslensku lífeyrissjóðirnir styrkjast - 28. ágú. 2015

Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa verið að styrkjast undanfarin ár, enda ávöxtun þeirra verið óvenju góð. Þeir þurfa þó nauðsynlega á því að halda að geta dreift betur áhættu fjárfestinga sinna með því að fjárfesta víðar en á Íslandi, þ.e. erlendis. Þetta eru meginniðurstöður ítarlegrar greinar um lífeyrissjóðina í nýjast hefti Vísbendingar, tímarits um efnahagsmál.

Lesa meira

Grunnur lífeyrisréttindanna - 20. ágú. 2015

Iðgjöld eru grunnur lífeyrisréttinda hvers og eins sjóðfélaga í lífeyrissjóði. Eðlilegt er þess vegna að sjóðfélagar fylgist vel með að iðgjöldin skili sér. Af sömu ástæðu hvetur Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjóðfélaga til árvekni um iðgjöld sín þegar yfirlit um réttindi eru send sjóðfélögum, tvisvar á ári.

Lesa meira