Fréttasafn: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna efldist 2014 - 21. feb. 2015

Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2014 var afar góð. Á árinu 2014 stækkaði sjóðurinn um 55 milljarða króna og var hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 509 milljarðar króna. Þennan vöxt má m.a. þakka því að á árinu náðist 8,7% hrein raunávöxtun eigna sjóðsins.

Lesa meira

Ný og ítarlegri hluthafastefna - 20. feb. 2015

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynntar áherslur stjórnarinnar varðandi viðmið um stjórnarhætti í þeim félögum sem sjóðurinn á eignahlut í. Það er markmið stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að stefnan styðji við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra með langtímamarkmið í huga.

Lesa meira

Um eignarhlut í 365 miðlum - 10. feb. 2015

Lífeyrissjóður verzlunarmanna varð óbeinn hluthafi í 365 miðlum á dögunum. Þessi tæplega tveggja prósenta eignarhlutur í fjölmiðlafyrirtækinu, sem ætlunin er að verði einnig fjarskiptafyrirtæki, hefur vakið nokkra athygli og þeirri fyrirspurn var beint til sjóðsins hvort þessi eign endurspeglaði stefnu sjóðsins í fjárfestingum.

Lesa meira