Fréttasafn: 2015
Fyrirsagnalisti
Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.
Lesa meiraLífeyrisgreiðslur nálgast milljarð á mánuði
Greiðslur lífeyris frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrstu 11 mánuði ársins námu um 9.566 milljónum króna og hafa því aukist um tæplega 840 milljónir króna frá sama tíma í fyrra. Lífeyrisgreiðslurnar eru nú þegar orðnar jafn háar og allt árið í fyrra.
Lesa meiraÁratuga samfelld saga sjóðfélagalána
Mikil og góð viðbrögð hafa orðið við ákvörðun stjórnar sjóðsins í haustbyrjun að bjóða bætt kjör á sjóðfélagalánum og fjölbreytilegri lánamöguleika, eins og óverðtryggð lán. M.a. var talsvert fjallað um breytingarnar í fjölmiðlum, mátti jafnvel skilja á sumum fréttum að þessi lánastarfsemi væri ný af nálinni. Svo er þó aldeilis ekki, fyrstu sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna voru veitt árið 1957.
Lesa meiraVextir lækka og lánshlutfall hækkar í 75%
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið nokkrar breytingar á kjörum sjóðfélagalána. Helstu breytingarnar eru að veðhlutfall hækkar í allt að 75%, boðið er upp á óverðtryggð lán, vextir nýrra verðtryggðra lána með föstum vöxtum lækka í 3,6% og lántökukostnaður lækkar í 0,75%. Allir sjóðfélagar eiga lánsrétt, þ.e. þeir sem einhvern tíma hafa greitt iðgjöld til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þeir eru um 150 þúsund talsins.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Íslensku lífeyrissjóðirnir styrkjast
Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa verið að styrkjast undanfarin ár, enda ávöxtun þeirra verið óvenju góð. Þeir þurfa þó nauðsynlega á því að halda að geta dreift betur áhættu fjárfestinga sinna með því að fjárfesta víðar en á Íslandi, þ.e. erlendis. Þetta eru meginniðurstöður ítarlegrar greinar um lífeyrissjóðina í nýjast hefti Vísbendingar, tímarits um efnahagsmál.
Lesa meiraGrunnur lífeyrisréttindanna
Iðgjöld eru grunnur lífeyrisréttinda hvers og eins sjóðfélaga í lífeyrissjóði. Eðlilegt er þess vegna að sjóðfélagar fylgist vel með að iðgjöldin skili sér. Af sömu ástæðu hvetur Lífeyrissjóður verzlunarmanna sjóðfélaga til árvekni um iðgjöld sín þegar yfirlit um réttindi eru send sjóðfélögum, tvisvar á ári.
Lesa meiraLífeyrissjóður verzlunarmanna gefur frí á kvennadaginn
Lífeyrissjóður verzlunarmanna heiðrar aldarafmæli kosningaréttar kvenna með því að gefa öllu starfsfólki sjóðsins frí eftir hádegi þann 19. júní. Skrifstofa sjóðsins verður því lokuð eftir hádegi þann dag.
Beggja vegna borðsins?
Engar forsendur eru til að gera þá kröfu til stéttarfélaga að þau ákveði launakjör í landinu í krafti fulltrúa sinna í stjórnum lífeyrissjóða. Svo segir í grein, sem formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Ásta Rut Jónasdóttir, birti í Fréttablaðinu laugardaginn 23. maí 2015. Greinin fer hér á eftir.
Lesa meiraSjóðurinn óskar eftir að ráða sérfræðing í eignastýringu
Mikilsverð afkomutrygging
Sjóðfélagi sem greiðir samfellt iðgjöld í lífeyrissjóð öðlast fyrir þau iðgjöld afar mikilsverð réttindi sem eru honum og fjölskyldu hans afkomutrygging. Auk ævilangs lífeyris ávinnur sjóðfélaginn sér rétt til örorkulífeyris ef starfsorka skerðist vegna slyss eða veikinda, og falli sjóðfélagi frá er réttur eftirlifenda til maka- og barnalífeyris. * Ég vek máls á þessu vegna þess, að stundum gleymist í umræðunni til hvers lífeyrissjóðir eru og hvaða réttindi fást fyrir iðgjöldin.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Ársfundur 2015
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 16. mars á Grand Hotel Reykjavík. Fundurinn hefst klukkan 18:00.
Lesa meiraStarfsmenntasjóður er 0,3% frá og með janúar launum 2015
Sjóðurinn vekur athygli launagreiðenda á, að í tengslum við kjarasamning VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda, hækkaði starfsmenntasjóður úr 0,2% í 0,3% frá og með janúar launum 2015 og reiknast hann af sama stofni og félagsgjöld VR. Mikilvægt er að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi útfyllingu skilagreina til sjóðsins.
Lesa meiraLífeyrissjóður verzlunarmanna efldist 2014
Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2014 var afar góð. Á árinu 2014 stækkaði sjóðurinn um 55 milljarða króna og var hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 509 milljarðar króna. Þennan vöxt má m.a. þakka því að á árinu náðist 8,7% hrein raunávöxtun eigna sjóðsins.
Lesa meiraNý og ítarlegri hluthafastefna
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýja hluthafastefnu sjóðsins. Í henni eru kynntar áherslur stjórnarinnar varðandi viðmið um stjórnarhætti í þeim félögum sem sjóðurinn á eignahlut í. Það er markmið stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að stefnan styðji við góða stjórnarhætti félaga og þróun þeirra með langtímamarkmið í huga.
Lesa meiraUm eignarhlut í 365 miðlum
Lífeyrissjóður verzlunarmanna varð óbeinn hluthafi í 365 miðlum á dögunum. Þessi tæplega tveggja prósenta eignarhlutur í fjölmiðlafyrirtækinu, sem ætlunin er að verði einnig fjarskiptafyrirtæki, hefur vakið nokkra athygli og þeirri fyrirspurn var beint til sjóðsins hvort þessi eign endurspeglaði stefnu sjóðsins í fjárfestingum.
Lesa meiraVextir á nýjum lánum lækka í 3,7%
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag, 22. janúar 2015, að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,2 prósentustig, úr 3,9% í 3,7%. Lækkunin tekur gildi á morgun, föstudaginn 23. janúar.
Lesa meiraSjóðurinn óskar eftir að ráða áhættustjóra
Lífeyrissjóður verzlunarmanna óskar eftir að ráða áhættustjóra. Leitað er að töluglöggum, ábyrgum einstaklingi með haldgóða starfsreynslu. Áhættustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra.
Lesa meiraVefflugan
Veffréttablað Landssamtaka lífeyrissjóða 3. tbl. 2014 kom út í desember.
Lesa meira