Fréttasafn: desember 2014

Fyrirsagnalisti

Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 22. des. 2014

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.


Lesa meira

10 umbótatillögur um verðbréfamarkaðinn - 5. des. 2014

Virkjum verðbréfamarkaðinn er meginstefið í tillögum og greinargerð sem Kauphöllin hefur nýlega gefið út í formi skýrslu undir heitinu „Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar.“ Meðal tillagnanna er að taka upp skattafrádrátt einstaklinga til hlutabréfakaupa og að rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF (markaðstorg fjármálagjörninga, eins og First North).

Lesa meira

Miklir hagsmunir sjóðfélaga í afnámi gjaldeyrishafta - 1. des. 2014

Verði íslensku lífeyrissjóðirnir áfram lokaðir inni í gjaldeyrishöftum og geti ekki aukið við fjárfestingar sínar erlendis, er það ávísun á hagfræðilegt stórslys, sem hafa mun neikvæð áhrif á hag allra landsmanna í framtíðinni. Með hóflegri einföldun er þetta samandregin meginniðurstaða Dr. Ásgeirs Jónssonar dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands og Dr. Hersis Sigurgeirssonar dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í bókinni "Áhættudreifing eða einangrun? – Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga" sem nýlega kom út á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Hér fer á eftir samantekt þeirra um helstu niðurstöður, en bókin í heild er aðgengileg á rafrænu formi á vef Landssamtakanna.

Lesa meira