Fréttasafn: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

Fjölgun aldraðra er ekki vandamál lífeyrissjóðanna - 22. ágú. 2014

Mikil umræða hófst í byrjun sumars um öldrun, vaxandi lífslíkur fólks og mikla fjölgun aldraðra, ekki aðeins hér á Íslandi heldur víða um heiminn, ekki síst í Evrópu. Ástæðan er að menn sjá fram á gríðarlega mikinn vöxt í útgjaldaþörf hins opinbera vegna lífeyrisgreiðslna og umönnunar. Gallinn er hins vegar sá, að í þessari annars þörfu umræðu hafa margir blandað hinum almennu lífeyrissjóðum á Íslandi í vanda, sem þeir eru lítt eða ekki hluti af.

Lesa meira

Lánaleiðrétting: umsóknarfrestur rennur út 1. september - 18. ágú. 2014

Umsóknarfrestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur úr 1. september 2014. Sótt er um á vefnum leidrétting.is þar sem allar nánari upplýsingar koma fram. Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Lesa meira