Fréttasafn: júní 2014

Fyrirsagnalisti

Sterk staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 24. jún. 2014

Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur styrkst frá fyrra ári og er meðal þess besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í Ársreikningabók lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið birti í dag. Heildarstaða sjóðsins er jákvæð sem nemur 0,9%, sem þýðir að styrkur hans til að standa við skuldbindingar sínar er góður og hefur aukist mikið undanfarin ár.

Lesa meira

Heimild til að greiða í séreignarsparnað hækkar úr 2% í 4% - 3. jún. 2014

Heimild launafólks til að spara í séreignarsparnað, áður en skattur er reiknaður á laun, hækkar úr 2% í 4% þann 1. júlí 2014. Mótframlag launagreiðanda verður áfram óbreytt 2%.

Hjá þeim launþegum sem voru með 4% samning fyrir eiga iðgjöld að hækka sjálfkrafa en mælt er með því að haft sé samband við launagreiðanda til að tryggja að það gerist.

Lesa meira