Fréttasafn: mars 2014

Fyrirsagnalisti

Vefflugan – nýtt vefrit um lífeyrismál - 19. mar. 2014

Vefflugan er nýtt rafrænt fréttabréf um lífeyrismál og kom út í fyrsta sinn miðvikudaginn 19. mars 2014. Vefflugunni er ætlað að fljúga um veraldarvefinn og verður ekki gefin út á pappír. Hins vegar er hægt að prenta hana á venjulegum tölvuprentara ef menn t.d. vilja láta hana liggja frammi fyrir gesti og/eða viðskiptavini.

Lesa meira

Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins - 14. mar. 2014

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur lagt fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar miða m.a. að einföldun framreikningsreglu, sem ætlað er að einfalda fyrir sjóðfélaga að átta sig á örorku- og makalífeyrisrétti. Einnig eru breytingar sem varða sérákvæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi makalífeyrisréttindi, breytingar til samræmis við aðra lífeyrissjóði og loks breytingar sem varða form reglnanna en hafa ekki efnisbreytingu í för með sér. Tillögurnar verða kynntar á ársfundi sjóðsins mánudaginn 17. mars 2014.

Lesa meira

Ársfundur 2014 - 11. mar. 2014

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2014 verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 á Grand Hótel Reykjavík.

Allir sjóðfélagar eru velkomnir og hvattir til að koma á fundinn, sem hefst klukkan 18.

Lesa meira