Fréttasafn: 2014
Fyrirsagnalisti
Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira
10 umbótatillögur um verðbréfamarkaðinn
Virkjum verðbréfamarkaðinn er meginstefið í tillögum og greinargerð sem Kauphöllin hefur nýlega gefið út í formi skýrslu undir heitinu „Aukin virkni og gagnsemi íslensks verðbréfamarkaðar.“ Meðal tillagnanna er að taka upp skattafrádrátt einstaklinga til hlutabréfakaupa og að rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF (markaðstorg fjármálagjörninga, eins og First North).
Lesa meiraMiklir hagsmunir sjóðfélaga í afnámi gjaldeyrishafta
Verði íslensku lífeyrissjóðirnir áfram lokaðir inni í gjaldeyrishöftum og geti ekki aukið við fjárfestingar sínar erlendis, er það ávísun á hagfræðilegt stórslys, sem hafa mun neikvæð áhrif á hag allra landsmanna í framtíðinni. Með hóflegri einföldun er þetta samandregin meginniðurstaða Dr. Ásgeirs Jónssonar dósents við hagfræðideild Háskóla Íslands og Dr. Hersis Sigurgeirssonar dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í bókinni "Áhættudreifing eða einangrun? – Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslujafnaðar og erlendra fjárfestinga" sem nýlega kom út á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða. Hér fer á eftir samantekt þeirra um helstu niðurstöður, en bókin í heild er aðgengileg á rafrænu formi á vef Landssamtakanna.
Lesa meiraEiga lífeyrissjóðirnir of mikið af atvinnulífinu á Íslandi?
Þannig spurði Helgi Magnússon í framsöguerindi sínu á hádegisverðarfundi Félags viðskipa- og hagfræðinga í dag, 11. nóvember. Erindi Helga fer hér á eftir.
Eignir til greiðslu lífeyris 471 milljarður
Rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á fyrri hluta ársins var í meginatriðum sem hér segir. Eignir til greiðslu lífeyris voru á miðju ári 471 milljarður króna samanborið við 454 milljarða um áramót, jukust um 17 milljarða. Greiddir höfðu verið 4,7 milljarðar í lífeyri, tæpum 11% meira en á sama tíma í fyrra.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Um starfskjör stjórnenda í fyrirtækjum
Mikil umræða hefur verið undanfarið um launamun á milli forstjóra og almennra starfsmanna fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni. Meðal annars hefur Alþýðusamband Íslands birt niðurstöður athugunar sinnar á þessum launamun. Af þessu tilefni vill Lífeyrissjóður verzlunarmanna koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meiraFjölgun aldraðra er ekki vandamál lífeyrissjóðanna
Mikil umræða hófst í byrjun sumars um öldrun, vaxandi lífslíkur fólks og mikla fjölgun aldraðra, ekki aðeins hér á Íslandi heldur víða um heiminn, ekki síst í Evrópu. Ástæðan er að menn sjá fram á gríðarlega mikinn vöxt í útgjaldaþörf hins opinbera vegna lífeyrisgreiðslna og umönnunar. Gallinn er hins vegar sá, að í þessari annars þörfu umræðu hafa margir blandað hinum almennu lífeyrissjóðum á Íslandi í vanda, sem þeir eru lítt eða ekki hluti af.
Lesa meiraLánaleiðrétting: umsóknarfrestur rennur út 1. september
Umsóknarfrestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur úr 1. september 2014. Sótt er um á vefnum leidrétting.is þar sem allar nánari upplýsingar koma fram. Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Lesa meiraSterk staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur styrkst frá fyrra ári og er meðal þess besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í Ársreikningabók lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið birti í dag. Heildarstaða sjóðsins er jákvæð sem nemur 0,9%, sem þýðir að styrkur hans til að standa við skuldbindingar sínar er góður og hefur aukist mikið undanfarin ár.
Lesa meiraHeimild til að greiða í séreignarsparnað hækkar úr 2% í 4%
Heimild launafólks til að spara í séreignarsparnað, áður en skattur er reiknaður á laun, hækkar úr 2% í 4% þann 1. júlí 2014. Mótframlag launagreiðanda verður áfram óbreytt 2%.
Hjá þeim launþegum sem voru með 4% samning fyrir eiga iðgjöld að hækka sjálfkrafa en mælt er með því að haft sé samband við launagreiðanda til að tryggja að það gerist.
Lesa meiraRáðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán
Þeir sem greiða í séreignarsjóð til sjóðsins geta nýtt inngreiðslur, skattfrjálst, á tímabilinu 1. júlí 2014 til 30. júní 2017 til greiðslu inn á höfuðstól lána sem tekin eru vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Þeir sem ekki búa í eigin húsnæði geta notað séreignarsparnaðinn, skattfrjálst, fyrir sama tímabil og að ofan greinir til kaupa á íbúðarhúsnæði. Þessi heimild gildir til 1. júlí 2019.
Lesa meiraLeiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána
Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána. Sótt er um á vefnum leidretting.is þar sem allar nánari upplýsingar koma fram. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2014. Niðurstöður útreikninga munu liggja fyrir eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu september 2013 til og með febrúar 2014.
Lesa meiraÚttekt KPMG á Brú II lokið
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir sem eru hluthafar í BRÚ II og forráðamenn Thule Investments ákváðu á liðnu hausti að óháður þriðji aðili yrði fenginn til að gera úttekt á fjárfestingum Brúar II, framkvæmd þeirra, eftirliti, skattgreiðslum, hæfi stjórnenda, þóknunum og umbunum vegna þeirra efasemda sem fram höfðu komið opinberlega.
Lesa meiraVefflugan – nýtt vefrit um lífeyrismál
Vefflugan er nýtt rafrænt fréttabréf um lífeyrismál og kom út í fyrsta sinn miðvikudaginn 19. mars 2014. Vefflugunni er ætlað að fljúga um veraldarvefinn og verður ekki gefin út á pappír. Hins vegar er hægt að prenta hana á venjulegum tölvuprentara ef menn t.d. vilja láta hana liggja frammi fyrir gesti og/eða viðskiptavini.
Lesa meiraTillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur lagt fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Tillögurnar miða m.a. að einföldun framreikningsreglu, sem ætlað er að einfalda fyrir sjóðfélaga að átta sig á örorku- og makalífeyrisrétti. Einnig eru breytingar sem varða sérákvæði Lífeyrissjóðs verzlunarmanna varðandi makalífeyrisréttindi, breytingar til samræmis við aðra lífeyrissjóði og loks breytingar sem varða form reglnanna en hafa ekki efnisbreytingu í för með sér. Tillögurnar verða kynntar á ársfundi sjóðsins mánudaginn 17. mars 2014.
Lesa meiraÁrsfundur 2014
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2014 verður haldinn mánudaginn 17. mars 2014 á Grand Hótel Reykjavík.
Allir sjóðfélagar eru velkomnir og hvattir til að koma á fundinn, sem hefst klukkan 18.
Lesa meiraGóð afkoma 2013, raunávöxtun 6,3%
Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á árinu 2013 var afar góð. Á árinu 2013 stækkaði sjóðurinn um 52 milljarða króna og var hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 454 milljarðar króna. Þennan vöxt má m.a. þakka því að á árinu náðist 6,3% hrein raunávöxtun eigna sjóðsins.
Lesa meiraUm eignarhald Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrirtækjum
Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum að kvöldi miðvikudags 5. febrúar.
Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um eignarhald Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrirtækjum, einkanlega N-1, skal eftirfarandi áréttað.
- Fyrri síða
- Næsta síða