Fréttasafn: 2013 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Engar viðræður um kaup á bönkunum - 28. mar. 2013

Undanfarið hefur verið fullyrt, meðal annars í fjölmiðlum, að lífeyrissjóðir landsins eigi í viðræðum um kaup á Íslandsbanka og Arion banka. Af því tilefni sendu Landssamtök lífeyrissjóða frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu.
Lesa meira

Fleiri eða færri kosti til lántöku? - 27. mar. 2013

Formenn stjórnmálaflokka hafa undanfarið í aðdraganda alþingiskosninga gefið ýmsar yfirlýsingar sem varða starfsemi lífeyrissjóðanna og hagsmuni sjóðfélaga þeirra. Þar á meðal eru fullyrðingar þess efnis að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að vera á markaði fyrir lán til íbúðakaupa. Væntanlega er þá átt við lán, sem í daglegu tali nefnast lífeyrissjóðslán eða sjóðfélagalán. Af þessu tilefni vill Lífeyrissjóður verzlunarmanna koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

Hlutabréfin gáfu vel af sér - 23. mar. 2013

Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu 22. mars 2013 um afkomu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, byggt á viðtali við Helga Magnússon stjórnarformann sjóðsins í framhaldi af ársfundi.

Lesa meira

Afkoma sjóðsins 2012 mikið fagnaðarefni - 23. mar. 2013

Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á síðasta ári er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sjóðfélagana. 8,5% raunávöxtun á eignasafni sjóðsins er mikilvægur og góður árangur hvernig sem á það er litið. Íslenska lífeyrissjóðakerfið gekk vel á síðasta ári og fregnir herma að meðalraunávöxtun sjóðanna hafi orðið meira en 7% á árinu. Lesa meira

8,7% raunávöxtun á ári í aldarþriðjung - 18. mar. 2013

„Innlend hlutabréfafjárfesting Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 1980 til dagsins í dag hefur skilað 8,7% raunávöxtun á ári að meðaltali". Þetta sagði Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins, sem haldinn var í dag á Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira

Ársfundur 2013 - 15. mar. 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2013 verður haldinn mánudaginn 18. mars 2013 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verða starfsemi og afkoma sjóðsins á árinu 2012 kynnt.

Allir sjóðfélagar eru velkomnir og hvattir til að koma á fundinn, sem hefst klukkan 18.

Lesa meira

Raunávöxtun 8,5% árið 2012 - 16. feb. 2013

Árið 2012 var um margt hagfellt fyrir rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ávöxtun eigna var góð eða 13,4% sem svarar til 8,5% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun síðast liðin 10 ára nam 3,9%. Fjárfestingartækifærum fjölgaði á árinu og innlendur hlutabréfamarkaður efldist. Gjaldeyrishöft hamla þó enn nokkuð uppbyggingu og setja mark sitt á starfsemi sjóða eins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Lesa meira

Landsvirkjun að hluta í eigu lífeyrissjóða? - 15. jan. 2013

Fjárfesting lífeyrissjóðanna í Landsvirkjun er komin í opinbera umræðu, eftir að Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tók undir hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir kaupi hluta af fyrirtækinu af ríkinu. Helgi sagði í samtali við vef Viðskiptablaðsins að sér þætti eðlilegt að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í allt að helmingi Landsvirkjunar.

Lesa meira

Talandi snjallvefur live.is - 9. jan. 2013

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú fyrstur íslenskra lífeyrissjóða uppfært vef sinn live.is og sniðið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hinna hefðbundnu borðtölva. Þannig lagar vefurinn sig sjálfkrafa að skjástærð þessara minni tækja. Jafnframt hefur sjóðurinn með samningi við Blindrafélagið tengt veflesarann Dóru við vefinn live.is þannig að nú er með einfaldri aðgerð unnt að hlusta á textaefni vefsins. Lesa meira

Heimild til úttektar á séreignarsparnaði - 3. jan. 2013

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2012 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við þ.e. heimild til úttektar var framlengd til ársloka 2013.

Lesa meira
Síða 2 af 2