Fréttasafn: október 2013

Fyrirsagnalisti

Aðgengilegar upplýsingar á einum stað um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum - 30. okt. 2013

Eftirfarandi fréttatilkynning var send út frá Landssamtökum lífeyrissjóða í morgun:

Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum.

Lesa meira

Nokkur álitamál sem þarf að leysa - 11. okt. 2013

Tjón íslenskra lífeyrissjóða í kjölfar efnahagshrunsins fyrir fimm árum var minna en meðaltals­tap lífeyrissjóða í OECD-ríkjunum. Sumir íslenskir lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði urðu að bregðast við með því að skerða lífeyrisréttindi, sem vissulega er alltaf erfitt. Þeir sömu sjóðir höfðu hins vegar greitt sérstakan lífeyrisauka í góðærinu, sem nú varð óhjákvæmilega að taka til baka. Lífeyris­sjóðir með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga þurftu eðli málsins samkvæmt ekki að skerða lífeyrisréttindin

Lesa meira

Nýjar starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra - 1. okt. 2013

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýjar starfsreglur fyrir stjórn og framkvæmdastjóra. Reglurnar skilgreina hlutverk sjóðsins og starfshætti bæði stjórnar og framkvæmdastjóra í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda í landinu og í samræmi við góða og viðurkennda stjórnarhætti.

Lesa meira