Fréttasafn: júní 2013

Fyrirsagnalisti

Um opnun vinnumarkaða - erlent - 14. jún. 2013

„Þau ríki sem hafa staðið best af sér fjármálakreppuna eru þau sem tekist hefur best að sameina sveigjanleika á vinnumarkaði og starfsöryggi fólks.“ Í þessum orðum felst kjarni máls í grein sem Ben Noteboom skrifar í nýútkomna árbók OECD 2013. Noteboom er forstjóri næst stærsta vinnumiðlunarfyrirtækis heims, hins hollenska Randstad Holdings nv. Grein hans ber yfirskriftina „Making labour markets inclusive“ sem mætti þýða Opnun vinnumarkaða. Hér á eftir stiklum við á aðalatriðum í þessari athyglisverðu grein.

Lesa meira

FME birtir gagnsæistilkynningu um Lífeyrissjóð verzlunarmanna - 6. jún. 2013

Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á lánveitingum sjóðsins til einstaklinga og birt niðurstöðu sína á vef eftirlitsins. Þar segir: „Að mati Fjármálaeftirlitsins eru fyrrgreindar lánveitingar lífeyrissjóðsins í samræmi við gildandi lög og fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.“ Jafnframt er tekið fram að í ljós hafi komið að lánveitingarnar hafi í einstökum tilvikum ekki að öllu leyti verið í samræmi við lánareglur sjóðsins. Þá er tekið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi þegar gert Fjármálaeftirlitinu grein fyrir með hvaða hætti þeim ábendingum eftirlitsins verði mætt.

Lesa meira