Fréttasafn: mars 2013

Fyrirsagnalisti

Engar viðræður um kaup á bönkunum - 28. mar. 2013

Undanfarið hefur verið fullyrt, meðal annars í fjölmiðlum, að lífeyrissjóðir landsins eigi í viðræðum um kaup á Íslandsbanka og Arion banka. Af því tilefni sendu Landssamtök lífeyrissjóða frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu.
Lesa meira

Fleiri eða færri kosti til lántöku? - 27. mar. 2013

Formenn stjórnmálaflokka hafa undanfarið í aðdraganda alþingiskosninga gefið ýmsar yfirlýsingar sem varða starfsemi lífeyrissjóðanna og hagsmuni sjóðfélaga þeirra. Þar á meðal eru fullyrðingar þess efnis að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að vera á markaði fyrir lán til íbúðakaupa. Væntanlega er þá átt við lán, sem í daglegu tali nefnast lífeyrissjóðslán eða sjóðfélagalán. Af þessu tilefni vill Lífeyrissjóður verzlunarmanna koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

Hlutabréfin gáfu vel af sér - 23. mar. 2013

Eftirfarandi frétt birtist í Morgunblaðinu 22. mars 2013 um afkomu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, byggt á viðtali við Helga Magnússon stjórnarformann sjóðsins í framhaldi af ársfundi.

Lesa meira

Afkoma sjóðsins 2012 mikið fagnaðarefni - 23. mar. 2013

Afkoma Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á síðasta ári er mikið fagnaðarefni fyrir okkur sjóðfélagana. 8,5% raunávöxtun á eignasafni sjóðsins er mikilvægur og góður árangur hvernig sem á það er litið. Íslenska lífeyrissjóðakerfið gekk vel á síðasta ári og fregnir herma að meðalraunávöxtun sjóðanna hafi orðið meira en 7% á árinu. Lesa meira

8,7% raunávöxtun á ári í aldarþriðjung - 18. mar. 2013

„Innlend hlutabréfafjárfesting Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 1980 til dagsins í dag hefur skilað 8,7% raunávöxtun á ári að meðaltali". Þetta sagði Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins, sem haldinn var í dag á Grand Hótel Reykjavík.

Lesa meira

Ársfundur 2013 - 15. mar. 2013

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2013 verður haldinn mánudaginn 18. mars 2013 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verða starfsemi og afkoma sjóðsins á árinu 2012 kynnt.

Allir sjóðfélagar eru velkomnir og hvattir til að koma á fundinn, sem hefst klukkan 18.

Lesa meira