Fréttasafn: janúar 2013
Fyrirsagnalisti
Landsvirkjun að hluta í eigu lífeyrissjóða?
Fjárfesting lífeyrissjóðanna í Landsvirkjun er komin í opinbera umræðu, eftir að Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna tók undir hugmynd formanns Sjálfstæðisflokksins, um að þeir kaupi hluta af fyrirtækinu af ríkinu. Helgi sagði í samtali við vef Viðskiptablaðsins að sér þætti eðlilegt að lífeyrissjóðirnir gætu fjárfest í allt að helmingi Landsvirkjunar.
Lesa meiraTalandi snjallvefur live.is
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur nú fyrstur íslenskra lífeyrissjóða uppfært vef sinn live.is og sniðið fyrir snjallsíma og spjaldtölvur auk hinna hefðbundnu borðtölva. Þannig lagar vefurinn sig sjálfkrafa að skjástærð þessara minni tækja. Jafnframt hefur sjóðurinn með samningi við Blindrafélagið tengt veflesarann Dóru við vefinn live.is þannig að nú er með einfaldri aðgerð unnt að hlusta á textaefni vefsins.
Lesa meira
Heimild til úttektar á séreignarsparnaði
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2012 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við þ.e. heimild til úttektar var framlengd til ársloka 2013.
Lesa meira