Fréttasafn: 2013
Fyrirsagnalisti
Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Skrifstofa Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður lokuð aðfangadag jóla, 24. desember. Skrifstofan verður opin föstudaginn 27. og mánudaginn 30. desember á venjulegum tíma, 8:30-16:30, og á gamlársdag 31. desember frá klukkan 8:30-12:00.
Lesa meira
Rekstur íslensku lífeyrissjóðanna hagkvæmur samkvæmt OECD
Rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna á árinu 2012 var einhver sá lægsti innan OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar). Þetta má sjá í nýju yfirliti sem OECD hefur birt. Rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna nemur 0,2% af heildareignum, samkvæmt yfirlitinu. Aðeins Danmörk sýnir betri niðurstöður, eða 0,1% af heildareignum.
Lesa meiraLífeyrisgáttin kynnt á opnu húsi 5. nóvember
Lífeyrissjóður verzlunarmanna býður sjóðfélögum sínum á opið hús þriðjudaginn 5. nóvember. Þá kynnum við Lífeyrisgáttina, nýja leið til að sjá öll lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum á einum stað, með lítilli fyrirhöfn.
Lesa meiraNý lög um neytendalán gilda um lífeyrissjóðslán
Ný lög um neytendalán hafa tekið gildi og falla öll lán til einstaklinga (og hjóna) undir þau, þar með talin sjóðfélagalán lífeyrissjóða. Samkvæmt lögunum er aukin upplýsingagjöf til lántakenda og auknar kröfur um mat á greiðslugetu þeirra.
Lesa meiraAðgengilegar upplýsingar á einum stað um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum
Eftirfarandi fréttatilkynning var send út frá Landssamtökum lífeyrissjóða í morgun:
Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum.
Lesa meiraNokkur álitamál sem þarf að leysa
Tjón íslenskra lífeyrissjóða í kjölfar efnahagshrunsins fyrir fimm árum var minna en meðaltalstap lífeyrissjóða í OECD-ríkjunum. Sumir íslenskir lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði urðu að bregðast við með því að skerða lífeyrisréttindi, sem vissulega er alltaf erfitt. Þeir sömu sjóðir höfðu hins vegar greitt sérstakan lífeyrisauka í góðærinu, sem nú varð óhjákvæmilega að taka til baka. Lífeyrissjóðir með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga þurftu eðli málsins samkvæmt ekki að skerða lífeyrisréttindin
Lesa meiraNýjar starfsreglur stjórnar og framkvæmdastjóra
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur samþykkt nýjar starfsreglur fyrir stjórn og framkvæmdastjóra. Reglurnar skilgreina hlutverk sjóðsins og starfshætti bæði stjórnar og framkvæmdastjóra í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda í landinu og í samræmi við góða og viðurkennda stjórnarhætti.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á árinu. Flestir ættu að fá yfirlit sín í vikunni.
Ásta Rut Jónasdóttir nýr formaður stjórnar
Á fundi stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 26. september 2013 tók Ásta Rut Jónasdóttir við formennsku í stjórninni, hún er skipuð af VR.
Lesa meiraVR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Stjórn VR hefur skipað fulltrúa sína í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þeir eru Ásta Rut Jónasdóttir, Birgir Már Guðmundsson, Fríður Birna Stefánsdóttir og Páll Örn Líndal.
Yfirstandandi kjörtímabil stjórnar, sem lýkur í febrúar 2016, kemur formaður stjórnar sjóðsins úr röðum VR fulltrúa.
Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta fundi sínum. Lesa meiraÓháð úttekt á fjárfestingum Brúar II
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og aðrir lífeyrissjóðir sem eru hluthafar í BRÚ II og forráðamenn Thule Investments hafa ákveðið að óháður þriðji aðili verði fenginn til að gera úttekt á fjárfestingum Brúar II, framkvæmd þeirra, eftirliti, skattgreiðslum, hæfi stjórnenda, þóknunum og umbunum vegna þeirra efasemda sem fram hafa komið opinberlega. Niðurstaða þeirrar úttektar verður gerð opinber þegar hún liggur fyrir.
Lesa meiraLífeyrisgreiðslur á árinu stefna í níu milljarða
Bryndís lætur af formennsku
Bryndís Hlöðversdóttir hefur látið af formennsku í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún hefur verið ráðin starfsmannastjóri Landspítala og óskaði um leið eftir lausn frá formennsku stjórnar lífeyrissjóðsins og stjórnarsetu.
Lesa meiraGóð tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Nýverið birti Fjármálaeftirlitið ársreikningabók lífeyrissjóða fyrir árið 2012. Þar kemur fram að tryggingafræðileg staða Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er með því besta sem gerist meðal lífeyrissjóða.
Um opnun vinnumarkaða - erlent
„Þau ríki sem hafa staðið best af sér fjármálakreppuna eru þau sem tekist hefur best að sameina sveigjanleika á vinnumarkaði og starfsöryggi fólks.“ Í þessum orðum felst kjarni máls í grein sem Ben Noteboom skrifar í nýútkomna árbók OECD 2013. Noteboom er forstjóri næst stærsta vinnumiðlunarfyrirtækis heims, hins hollenska Randstad Holdings nv. Grein hans ber yfirskriftina „Making labour markets inclusive“ sem mætti þýða Opnun vinnumarkaða. Hér á eftir stiklum við á aðalatriðum í þessari athyglisverðu grein.
Lesa meiraFME birtir gagnsæistilkynningu um Lífeyrissjóð verzlunarmanna
Fjármálaeftirlitið hefur lokið athugun á lánveitingum sjóðsins til einstaklinga og birt niðurstöðu sína á vef eftirlitsins. Þar segir: „Að mati Fjármálaeftirlitsins eru fyrrgreindar lánveitingar lífeyrissjóðsins í samræmi við gildandi lög og fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.“ Jafnframt er tekið fram að í ljós hafi komið að lánveitingarnar hafi í einstökum tilvikum ekki að öllu leyti verið í samræmi við lánareglur sjóðsins. Þá er tekið fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi þegar gert Fjármálaeftirlitinu grein fyrir með hvaða hætti þeim ábendingum eftirlitsins verði mætt.
Lesa meiraBryndís Hlöðversdóttir nýr formaður stjórnar
Ný stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er skipuð á þriggja ára fresti, samkvæmt samþykktum sjóðsins. Kjörtímabil fráfarandi stjórnar rann út nú í vor og hefur verið skipað í stjórnina á ný.
Lesa meiraViljayfirlýsing um aðgerðir vegna lánsveða
Ráðherranefnd um skuldamál heimilanna, f.h. ríkisstjórnar Íslands, og Landssamtök lífeyrissjóða, f.h. hlutaðeigandi lífeyrissjóða, hafa gengið frá viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna lánsveða í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. Fréttatilkynning Landssamtaka lífeyrissjóða um samkomulagið er hér á eftir.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á árinu. Flestir ættu að fá yfirlit sín í vikunni, en verið getur að einhver berist ekki fyrr en eftir helgina.
Lesa meira- Fyrri síða
- Næsta síða