Fréttasafn: desember 2012
Fyrirsagnalisti
Alþjóðlegt átak til að auka fjármálalæsi - Erlent
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur hrundið af stað viðamiklu fjölþjóðlegu átaksverkefni til að bæta fjármálalæsi almennings. Ástæðan er ekki síst sú, að skortur á fjármálalæsi er talinn veigamikill þáttur í að fjármálakreppur, ekki síst sú sem nú herjar á heiminn, verða dýpri en ella. Fyrsti hluti verkefnisins er ítarleg könnun á fjármálalæsi í 13 löndum. Ísland er á meðal þátttakenda í könnuninni og verða niðurstöður væntanlega birtar um miðjan janúar.
Lesa meiraEr markaðurinn tilbúinn fyrir bankana?
Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann setur fram ákveðnar hugmyndir um framtíðareignarhald á stóru bönkunum þremur í landinu. Með greininni er hafin alvarleg umræða um brýnt mál, sem er fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum og um leið um stefnu ríkisvaldsins í þeim efnum. Grein Helga fer hér á eftir.
Lesa meira