Fréttasafn: september 2012

Fyrirsagnalisti

Yfirlit send sjóðfélögum - 28. sep. 2012

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á árinu. Flestir ættu að hafa fengið yfirlit sín í dag, en verið getur að einhver berist ekki fyrr en eftir helgina.

Lesa meira

Ásökunum stjórnarmanns í stéttarfélaginu VR um lögbrot alfarið vísað á bug - 27. sep. 2012

Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 27. september fer stjórnarmaður í stéttarfélaginu VR fram á að kannað verði hvort stjórnendur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi gerst brotlegir við lög í tengslum við gerð gjaldeyrisvarnarsamninga sjóðsins. Stjórnarmaðurinn sakar stjórnarmenn jafnframt um að hafa brotið lög í því sambandi, eins og fram kemur í fréttinni.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna fréttar Ríkisútvarpsins 26. sept. 2012 - 26. sep. 2012

Það hefur legið fyrir lengi að  til átaka kæmi fyrir dómstólum milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og þrotabús Glitnis vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum frá árinu 2008.

Lesa meira

Íslensku lífeyrissjóðirnir á meðal þeirra bestu í OECD - 26. sep. 2012

Ísland er í hópi þeirra ríkja sem skiluðu bestri raunávöxtun lífeyrissjóða á árinu 2011. Þetta kemur fram í nýrri árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna var að meðaltali 2,3% í fyrra, en meðaltal OECD var -1,7% yfir árið.

Lesa meira

Gegnumstreymi eða sjóðsöfnun - 24. sep. 2012

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 24. september, skýrir Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, í stuttu máli hvað einkennir hvort kerfi um sig, gegnumstreymi og sjóðsöfnun, og hvernig íslenska lífeyriskerfið fellur að þessari flokkun.

Víðast hvar hefur verið litið svo á að það sé ein af skyldum þjóðfélagsins að tryggja öldruðum fjárhagslegt öryggi þegar ævistarfi þeirra lýkur. Þjóðir hafa farið ólíkar leiðir til þess og er algengast að flokka lífeyriskerfi þjóða í gegnum­streymiskerfi eða sjóðsöfnunarkerfi.

Lesa meira

Byrjaðu strax! - 7. sep. 2012

Fyrr eða síðar leitar sú hugsun á okkur öll að við munum eldast og að lokum hætta á vinnumarkaði. Hvað tekur þá við? Nútímamaðurinn gerir ráð fyrir að hann fari á eftirlaun, hætti að „vinna,“ þ.e. stunda launaða vinnu, en lifi á lífeyri og sinni hugðarefnum sínum. Reyndar er það að segja má nýtt í sögunni að mannfólkið geti almennt hugsað svona, kannski öld frá því almenningur gat farið að gera ráð fyrir að hægt væri að setjast í helgan stein, fáir áratugir síðan sá möguleiki varð raunhæfur fyrir flesta. Þó blundar í mörgum dálítill kvíði: Skyldi ég geta átt mannsæmandi líf í ellinni, hvernig get ég tryggt mér það og hvað þarf ég til að hafa það gott í ellinni?

Lesa meira