Fréttasafn: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

Rýnt í framtíðina - 30. apr. 2012

Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina, er stundum sagt í hálfkæringi. Mikil sannindi eru vissulega í þessum orðum, en – í sumum tilvikum er ekki völ á öðru en að freista þess að sjá framtíðina fyrir með svo mikilli nákvæmni sem kostur er. Það á einmitt við lífeyrissjóði, sem verða, samkvæmt lögum, að áætla á trúverðugan hátt og með mestu mögulegri nákvæmni hversu vel þeir eru í stakk búnir til að standa við skuldbindingar sínar um greiðslu lífeyris í framtíðinni. Til þess eru fengnir sérfræðingar á því sviði, tryggingastærðfræðingar. Í eftirfarandi grein er fjallað um tryggingafræðilega athugun á Lífeyrissjóði verzlunarmanna og helstu forsendur hennar.

Lesa meira

Hinn „Nýi stíll“ að vinna lengur - 13. apr. 2012

Öldrun er að sliga samfélagið. Taka verður upp ný viðhorf til eldri borgara á vinnumarkaði. Þetta segir Harry Smorenberg, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálaþjónustu og viðskiptum og forseti World Pension Summit, árlegrar alþjóðaráðstefnu um stjórnun og stefnumótun lífeyrissjóða. Greinin hér á eftir er byggð á grein um þetta efni eftir Smorenberg, sem hann birti á fagvefnum Investments & Pensions Europe, www.ipe.com 

Lesa meira

Gleðilega páska - 4. apr. 2012

Stjórn og starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna óska sjóðfélögum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Lesa meira

Sjóðfélagayfirlit send sjóðfélögum - 3. apr. 2012

Sjóðfélagayfirlitin berast nú í þessari viku og þeirri næstu öllum greiðandi sjóðfélögum. Þar geta sjóðfélagar séð stöðu sína hjá sjóðnum og áætlaðar lífeyrisgreiðslur miðað við þau iðgjöld sem sjóðnum hafa borist vegna þeirra.

Lesa meira