Fréttasafn: mars 2012

Fyrirsagnalisti

Svipmyndir af ársfundi 2012 - 30. mar. 2012

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var haldinn á Grand Hótel Reykjavík 27. mars síðastliðinn. Um 90 sjóðfélagar komu til fundarins. Hér eru nokkrar svipmyndir af fundinum.

Lesa meira

Varnarsigur í erfiðu umhverfi - 27. mar. 2012

„Góður árangur 2011 hlýtur að teljast varnarsigur í því umhverfi sem okkur er skapað“, sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við setningu ársfundar sjóðsins í dag. Helgi lýsti í ræðu sinni áhuga á að lífeyrissjóðirnir tækju virkan þátt í uppbyggingu hlutabréfamarkaðar hér á landi og gerðust meðal annars hluthafar í fyrirtækjum á borð við bankana, Eimskip, TM auk opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar, Landsnets og Fríhafnarinnar. Hann gagnrýndi einnig úttektarnefnd Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir að reyna að gera tjón lífeyrissjóðanna í hruninu verra en það var.

Lesa meira

Viðtal um lífeyrissjóði á Bylgjunni - 9. mar. 2012

Réttindi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum voru til umræðu á Bylgjunni í dag, 9. mars 2012, í þættinum Í bítið. Þórhallur Jósepsson kom frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í viðtal til Kollu og Heimis í tilefni af ýmsum fullyrðingum sem hafa komið fram undanfarið um lífeyrissjóði og réttindi sjóðfélaga. 

Lesa meira

Mikil og verðmæt réttindi - 6. mar. 2012

Sjóðfélagi í samtryggingarlífeyrissjóði ávinnur sér víðtæk og verðmæt réttindi. Þessi réttindi, metin til fjár, geta verið miklum mun verðmætari en iðgjöldin sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins, gagnstætt því sem stundum er haldið fram.

Lesa meira

Bifreið framkvæmdastjóra LV seld - 3. mar. 2012

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur orðið fyrir gagnrýni vegna þess að framkvæmdastjóri sjóðsins hefur haft bifreið til afnota frá því haustið 2011 í samræmi við starfssamning hans. Bifreiðin sem var í eigu sjóðsins hefur nú verið seld. Sjóðurinn á nú enga bifreið og mun ekki leggja framkvæmdastjóra eða öðrum starfsmönnum til bifreiðar til afnota.

Lesa meira

Vextir af nýjum lánum lækka - 2. mar. 2012

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að lækka fasta vexti á nýjum sjóðfélagalánum úr 4,50% í 3,90%. Breytilegir vextir verða áfram 2,98%.

Lesa meira

Dæmi um makalífeyri - 2. mar. 2012

Upplýsingar um réttindi sjóðfélaga til maka- og barnalífeyris hafa verið settar á forsíðu vefsins og er að finna hér að ofan undir fyrirsögninni Makalífeyrir. Þar er einnig dæmi um verðmæti réttindanna. Þessar upplýsingar er einnig að finna hér.

Lesa meira