Fréttasafn: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

Lífeyrissjóðir: Fjárfestingarstefna, áhættustýring og eftirlit - 28. feb. 2012

Athyglisverð og ítarleg samantekt Hagdeildar Samtaka atvinnulífsins um lífeyrissjóðina og íslenska lífeyriskerfið hefur verið birt er á vef samtakanna. Þar kemur m.a. fram að raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna á árinu 2008 var hin sama og að meðaltali í OECD ríkjunum. Við birtum fyrri hluta greinarinnar hér að neðan með góðfúslegu leyfi SA. 

Lesa meira

Auglýsing um afkomu sjóðsins - 28. feb. 2012

Auglýsing um afkomu og rekstur sjóðsins árið 2011 var birt í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, þriðjudaginn 28. febrúar.

Lesa meira

Ársfundur 2012 - 27. feb. 2012

Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 27. mars kl. 18 á Grand Hótel.

Lesa meira

Áhættudreifing í eignasafni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 10. feb. 2012

Dreifing áhættu við fjárfestingar er grunnþáttur í starfsemi lífeyrissjóða. Það er að setja ekki öll eggin í sömu körfu: Að fjárfesta í mörgum ólíkum eignum, einnig í mörgum löndum. Með því dreifa þeir áhættu við fjárfestingarnar þannig, að þótt tap verði á einni tegund eigna eru líkur á að það vinnist upp í hagnaði af öðrum.

Lesa meira

Heimild til úttektar á séreignarsparnaði - 9. feb. 2012

Með lögum nr. 164/2011 var gerð breyting á fyrri heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar hvað varðar umsóknarfrest og dagsetningu sem fjárhæð heimildarinnar miðast við.

Lesa meira

Ávöxtun innlendrar hlutabréfaeignar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 8. feb. 2012

Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) eru ávaxtaðar í dreifðu safni innlendra og erlendra verðbréfa sem og í innlánum. Það liggur í eðli starfsemi sjóðsins að hann er langtímafjárfestir, enda eru skuldbindingar hans við sjóðfélaga til langs tíma. Frá árinu 1980 hefur LV stundað virka eignastýringu með innlend hlutabréf. Framanaf voru viðskiptin lítil eins og gefur að skilja en aukast eftir 1990 og fara ört vaxandi í lok tíunda áratugarins og á árunum eftir það.

Lesa meira

Raunávöxtun hlutabréfa 6,5% á ári frá upphafi - 8. feb. 2012

Raunávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna af allri íslenskri hlutabréfafjárfestingu sjóðsins frá upphafi árið 1980 og til ársloka 2009 – þ.e. fram yfir hrun og fram yfir áföllin af hruninu - nemur 6,5% á ári. Þetta kemur fram í grein eftir Helga Magnússon, formann stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar bendir hann einnig á að tjón lífeyrissjóðanna í landinu vegna hrunsins hafi verið 380 milljarðar króna, ekki 480 milljarðar eins og fullyrt er í skýrslu úttektarnefndarinnar, sem kynnt var sl. Föstudag 3. febrúar. Grein Helga fer hér á eftir.

Lesa meira

Aðrir eignaflokkar skiluðu góðum tekjum - 6. feb. 2012

Í framhaldi af skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða sem kynnt var sl. föstudag, 3. febrúar er rétt að gera grein fyrir fjárfestingartekjum lífeyrissjóðanna af þeim eignaflokkum, sem skiluðu jákvæðri afkomu árin 2006-2009. Nefndin gerði m.a. grein fyrir tapi sjóðanna af hlutabréfum og skuldabréfum banka, sparisjóða og ýmissa fyrirtækja á árunum 2006 til og með 2009. Af þessari framsetningu nefndarinnar mætti ráða að lífeyrissjóðirnir hafi einungis tapað fé á þessu tímabili, en reyndin er önnur. Aðrir eignaflokkar skiluðu góðum tekjum.

Lesa meira

Vangaveltum um lögbrot við stýringu gjaldmiðlavarna vísað á bug. - 4. feb. 2012

Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu, 4. febrúar 2012, vill Lífeyrissjóður verzlunarmanna taka eftirfarandi fram: Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) hafnar afdráttarlaust þeim vangaveltum sem fram hafa komið um að sjóðurinn, ásamt öðrum lífeyrissjóðum, hafi brotið lög með gerð gjaldmiðlavarnarsamninga.

Lesa meira

Skýrsla úttektarnefndar - 3. feb. 2012

Lífeyrissjóður verzlunarmanna fagnar útkomu skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða. Skýrsla nefndarinnar er viðamikil og mikið safn heimilda og upplýsinga um lífeyrissjóðina, jafnt einstaka sjóði sem lífeyriskerfið í heild sinni. Svo efnismikil skýrsla krefst augljóslega tíma til að meðtaka efni hennar og leggja á það mat. Sjóðfélögum til upplýsingar skal þó bent á eftirfarandi

Lesa meira