Fréttasafn: janúar 2012
Fyrirsagnalisti
Ágreiningur um gjaldmiðlavarnir falinn lögmönnum
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fól í dag lögmönnum hagsmunagæslu vegna ágreinings við slitastjórnir Glitnis banka hf. annars vegar og Kaupþings banka hf. hins vegar vegna uppgjörs gjaldmiðlavarnarsamninga. Þrátt fyrir að í rúm þrjú ár hafi verið leitað samkomulags um lausn þessa ágreinings hefur ekki tekist að ná niðurstöðu. Allra leiða verður leitað, með eða án atbeina dómstóla, til að tryggja best hagsmuni sjóðfélaga.
Lesa meiraMikill ávinningur af starfsendurhæfingu
Vænta má mikils fjárhagslegs ávinnings af starfsendurhæfingu sem skilar þeim árangri að viðkomandi einstaklingur er að fullu virkur á vinnumarkaði í stað þess að fara á örorkulífeyri. Þetta má álykta af útreikningum sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður lét vinna um þennan fjárhagslega ávinning.
Lesa meiraFjárfestingastefna 2012
Stjórn LV hefur nýlega samþykkt fjárfestingastefnu sjóðsins vegna ársins 2012 og er hún grundvölluð á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og samþykktum sjóðsins.
Lesa meira