Fréttasafn: 2012
Fyrirsagnalisti
Alþjóðlegt átak til að auka fjármálalæsi - Erlent
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur hrundið af stað viðamiklu fjölþjóðlegu átaksverkefni til að bæta fjármálalæsi almennings. Ástæðan er ekki síst sú, að skortur á fjármálalæsi er talinn veigamikill þáttur í að fjármálakreppur, ekki síst sú sem nú herjar á heiminn, verða dýpri en ella. Fyrsti hluti verkefnisins er ítarleg könnun á fjármálalæsi í 13 löndum. Ísland er á meðal þátttakenda í könnuninni og verða niðurstöður væntanlega birtar um miðjan janúar.
Lesa meiraEr markaðurinn tilbúinn fyrir bankana?
Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, birtir grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann setur fram ákveðnar hugmyndir um framtíðareignarhald á stóru bönkunum þremur í landinu. Með greininni er hafin alvarleg umræða um brýnt mál, sem er fyrirkomulag eignarhalds á bönkunum og um leið um stefnu ríkisvaldsins í þeim efnum. Grein Helga fer hér á eftir.
Lesa meiraRáðgjöf um upphaf lífeyristöku
Sjóðfélagar, sem verða 65 ára í janúar næstkomandi, fá næstu daga bréf frá sjóðnum þar sem þeim er boðin fræðsla varðandi upphaf lífeyristöku. Ráðgjöfin er veitt einum sjóðfélaga í senn og sniðin að hans þörfum.
Lesa meiraLV mun beita áhrifum sínum á stjórn Eimskips
Á vordögum 2012 tók Lífeyrissjóður verzlunarmanna ákvörðun um að kaupa 14% hlut í Eimskipafélagi Íslands. Tengdist sú ákvörðun fyrirhuguðu hlutafjárútboði til fagfjárfesta og einstaklinga sem stendur nú yfir. Áður átti sjóðurinn óverulegan hlut í Eimskip, um hálft prósent hlutafjár.
Lesa meira
Einn af hornsteinum samfélagsins
Vegna öflugra lífeyrissjóða eru lífeyrisgreiðslur ríkissjóðs með lægsta móti í alþjóðlegum samanburði, segir Gunnar Baldvinsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða í þessar grein sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 3. október 2012.
Lesa meira30 milljarða hækkun eigna á fyrri hluta ársins
Ágætis afkoma var hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á fyrri hluta ársins. Eignir jukust um tæplega 30 milljarða króna og raunávöxtun sjóðsins var 3,3%. Ávöxtunartölur eru fyrir sex mánaða tímabil og hafa ekki verið færðar upp til ársávöxtunar.
Lesa meiraYfirlit send sjóðfélögum
Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á árinu. Flestir ættu að hafa fengið yfirlit sín í dag, en verið getur að einhver berist ekki fyrr en eftir helgina.
Lesa meiraÁsökunum stjórnarmanns í stéttarfélaginu VR um lögbrot alfarið vísað á bug
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 27. september fer stjórnarmaður í stéttarfélaginu VR fram á að kannað verði hvort stjórnendur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi gerst brotlegir við lög í tengslum við gerð gjaldeyrisvarnarsamninga sjóðsins. Stjórnarmaðurinn sakar stjórnarmenn jafnframt um að hafa brotið lög í því sambandi, eins og fram kemur í fréttinni.
Lesa meiraYfirlýsing vegna fréttar Ríkisútvarpsins 26. sept. 2012
Það hefur legið fyrir lengi að til átaka kæmi fyrir dómstólum milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og þrotabús Glitnis vegna uppgjörs á gjaldmiðlavarnarsamningum frá árinu 2008.
Lesa meiraÍslensku lífeyrissjóðirnir á meðal þeirra bestu í OECD
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem skiluðu bestri raunávöxtun lífeyrissjóða á árinu 2011. Þetta kemur fram í nýrri árlegri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Raunávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna var að meðaltali 2,3% í fyrra, en meðaltal OECD var -1,7% yfir árið.
Lesa meiraGegnumstreymi eða sjóðsöfnun
Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 24. september, skýrir Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, í stuttu máli hvað einkennir hvort kerfi um sig, gegnumstreymi og sjóðsöfnun, og hvernig íslenska lífeyriskerfið fellur að þessari flokkun.
Víðast hvar hefur verið litið svo á að það sé ein af skyldum þjóðfélagsins að tryggja öldruðum fjárhagslegt öryggi þegar ævistarfi þeirra lýkur. Þjóðir hafa farið ólíkar leiðir til þess og er algengast að flokka lífeyriskerfi þjóða í gegnumstreymiskerfi eða sjóðsöfnunarkerfi.
Lesa meiraByrjaðu strax!
Fyrr eða síðar leitar sú hugsun á okkur öll að við munum eldast og að lokum hætta á vinnumarkaði. Hvað tekur þá við? Nútímamaðurinn gerir ráð fyrir að hann fari á eftirlaun, hætti að „vinna,“ þ.e. stunda launaða vinnu, en lifi á lífeyri og sinni hugðarefnum sínum. Reyndar er það að segja má nýtt í sögunni að mannfólkið geti almennt hugsað svona, kannski öld frá því almenningur gat farið að gera ráð fyrir að hægt væri að setjast í helgan stein, fáir áratugir síðan sá möguleiki varð raunhæfur fyrir flesta. Þó blundar í mörgum dálítill kvíði: Skyldi ég geta átt mannsæmandi líf í ellinni, hvernig get ég tryggt mér það og hvað þarf ég til að hafa það gott í ellinni?
Lesa meiraLífeyrissjóðir fjárfesta í vindorkuverum - Erlent
Lífeyrissjóðir í Evrópu leita nú á ný mið til að tryggja að eignir dugi fyrir lífeyrisskuldbindingum. Þeir beina nú sjónum sínum í auknum mæli að vindorkuverum, sólarorkuverum og virkjunum á öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum sem vænlegum langtímafjárfestingum og betri kostum en ríkisskuldabréf eða hlutabréf eru.
Lesa meiraVaraþingmaður á rangri leið
Lesa meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna kaupir 14% hlut í Eimskip
Stærstu hluthafar Eimskips, Landsbanki Íslands og bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa, hafa hvor um sig selt 14 milljónir bréfa til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem samtals kaupir því 28 milljónir bréfa eða 14% hlut í félaginu. Kaupverðið nemur samtals tæpum 5,7 milljörðum króna
Lesa meiraFrumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, hefur á vordögum setið á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hann hefur lagt fram frumvarp til laga um jöfnun lífeyrisréttar, en Alþýðusambandið hefur löngum lagt áherslu á þetta mál í viðræðum við stjórnvöld. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að tilgangur þess sé að jafna réttindi með einni einfaldri lagasetningu og efna þannig fyrirheit sem stjórnvöld hafi ítrekað lofað, án tillits til flokka eða samsetningar á ríkisstjórn.
Lesa meiraSívaxandi hlutfall lífeyris kemur frá lífeyrissjóðunum
Skerðing ellilífeyris frá Tryggingastofnun vegna lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum, svokölluð tekjutenging, hefur verið til umræðu um nokkurt skeið, ekki síst eftir að Ásmundur Stefánsson fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýndi harðlega þessa tekjutengingu á ráðstefnu um lífeyrismál á dögunum. Hér á eftir verður sýnt hvernig tekjutengingin hefur leitt til þess að hlutfall lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun hefur stöðugt lækkað, en á sama tíma hefur vægi lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðunum.
Lesa meiraGóð útkoma í VR könnun
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í 50. sæti í niðurstöðum VR könnunarinnar um fyrirtæki ársins 2012 í flokki meðalstórra fyrirtækja. Heildareinkunn Lífeyrissjóðsins er 4,131 af 5,0 mögulegum.
Lesa meiraRýnt í framtíðina
Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina, er stundum sagt í hálfkæringi. Mikil sannindi eru vissulega í þessum orðum, en – í sumum tilvikum er ekki völ á öðru en að freista þess að sjá framtíðina fyrir með svo mikilli nákvæmni sem kostur er. Það á einmitt við lífeyrissjóði, sem verða, samkvæmt lögum, að áætla á trúverðugan hátt og með mestu mögulegri nákvæmni hversu vel þeir eru í stakk búnir til að standa við skuldbindingar sínar um greiðslu lífeyris í framtíðinni. Til þess eru fengnir sérfræðingar á því sviði, tryggingastærðfræðingar. Í eftirfarandi grein er fjallað um tryggingafræðilega athugun á Lífeyrissjóði verzlunarmanna og helstu forsendur hennar.
Lesa meiraHinn „Nýi stíll“ að vinna lengur
Öldrun er að sliga samfélagið. Taka verður upp ný viðhorf til eldri borgara á vinnumarkaði. Þetta segir Harry Smorenberg, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í fjármálaþjónustu og viðskiptum og forseti World Pension Summit, árlegrar alþjóðaráðstefnu um stjórnun og stefnumótun lífeyrissjóða. Greinin hér á eftir er byggð á grein um þetta efni eftir Smorenberg, sem hann birti á fagvefnum Investments & Pensions Europe, www.ipe.com
- Fyrri síða
- Næsta síða