Fréttasafn: desember 2011
Fyrirsagnalisti
Áramótakveðja
Lífeyrir vegna desember verður greiddur 30. desember
Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.
Starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lesa meiraBreytt lög um séreignarsparnað – Framlag launþega lækkar úr 4% í 2%
Alþingi samþykkti rétt fyrir jólahlé þingsins breytingu á lögum um séreignarsparnað. Heimild til að draga iðgjöld launþega frá tekjuskattstofni er nú 2% í stað 4% áður. Breytingin er tímabundin næstu þrjú ár, til loka árs 2014.
Lesa meira1.400m.kr. „sérstakt gjald“ á lífeyrissjóði?
Fjármálaráðherra hefur, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þau nýmæli eru í frumvarpinu að gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir greiði í ríkissjóð „sérstakt gjald“ sem nemur 1.400 milljónum króna á þessu ári og aftur á næsta ári. Í tilviki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna yrði skatturinn um 260 milljónir króna á næsta ári, en greiddur að hluta í lok þessa árs.
Lesa meiraHörð gagnrýni á skattlagningarfrumvörp
Landssamtök lífeyrissjóða (LL) gagnrýna harðlega áform um skattlagningu lífeyrissjóða og um lækkun frádráttarbærs iðgjalds í séreignarlífeyrissparnað. Þetta kemur fram í umsögnum Landssamtakanna til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvörp um fjársýsluskatt og um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Um er að ræða stjórnarfrumvörp sem fylgja fjárlagafrumvarpinu og má búast við að verði afgreidd fyrir jólahlé Alþingis. Megininntakið í gagnrýni LL varðandi það að leggja fyrirhugaðan fjársýsluskatt á lífeyrissjóði er að rökin, sem færð eru fyrir skattlagningunni í frumvarpinu, eigi alls ekki við um lífeyrissjóði og að skatturinn muni auka á ójöfnuð milli sjóðfélaga hins almenna lífeyriskerfis og í opinberu sjóðunum. Hér verður til upplýsingar gerð nánari grein fyrir umsögn LL um áformaðan fjársýsluskatt.
Lesa meiraKynntu þér persónuverndarreglur okkar hér.
Loka