Fréttasafn: nóvember 2011

Fyrirsagnalisti

Erlent: Lífslíkur Hollendinga aukast hratt - 24. nóv. 2011

Lífslíkur nýfæddra Hollendinga hafa aukist hratt frá árinu 2000 til 2010. Frá þessu greinir í frétt vefmiðilsins European Pensions, sem er fagmiðill um lífeyrismál, og hefur eftir hagstofu þeirra Hollendinga. Þessi þróun hefur mikla þýðingu fyrir lífeyrissjóði, þar sem hærri meðaldánaraldur eykur lífeyrisskuldbindingar þeirra. Lesa meira

Að hefja töku lífeyris - Fræðslufundir - 18. nóv. 2011

Fræðslufundir um lífeyrismál undir yfirskriftinni "Að hefja töku lífeyris" verða haldnir á vegum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna dagana 29. nóvember og 6. desember á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík

Lesa meira

Lífeyriskerfi Grikkja veikast – Ástrala sterkast - 17. nóv. 2011

Lífeyriskerfi Grikkja er neðst á lista 44 ríkja yfir sjálfbærni lífeyriskerfa, Ástralía er í efsta sæti listans. Almennt koma Asíuríki lakast út og Austurevrópuríki hafa fallið mikið í kjölfar þjóðnýtingar lífeyrissjóða. Fjármálakreppan í heiminum og skuldsetning ríkja vegna hennar skýra hnignandi stöðu flestra og vaxandi áhyggjur eru af því hvort lífeyriskerfi jarðarbúa geti tryggt þeim nægilega góða afkomu á efri árum. Lífeyriskerfi Íslendinga svipar helst til þeirra, sem koma best út í samanburðinum, en Ísland var ekki með í þessari úttekt.

Lesa meira