Fréttasafn: september 2011

Fyrirsagnalisti

Aukin heimild til úttektar á séreignarsparnaði - 23. sep. 2011

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 17. september s.l. var heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar aukin úr 5.000.000 kr. í 6.250.000 kr. Heimild til aukinnar úttektar tekur gildi 1. október n.k. og er úttektartímabilið allt að 15 mánuðir. Sækja þarf um úttekt samkvæmt heimild þessari fyrir 1. júlí 2012.

Lesa meira

Jákvæð tíðindi af HS Orku - 16. sep. 2011

Orkustofnun hefur veitt HS Orku virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar úr 100 MWe í rafmagni í 160 - 180 MWe í rafmagni samkvæmt nánari skilyrðum í leyfinu, eins og segir í frétt á vef Orkustofnunar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna á hagsmuna að gæta í HS Orku, en sjóðurinn á sem svarar 5% í HS Orku með fimmtungs eignarhlut sínum í samlagshlutafélaginu Jarðvarma, eiganda 25% hlutar í HS Orku. Leyfisveiting Orkustofnunar er því góð tíðindi fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Þar sem möguleikar HS Orku til vaxtar og viðgangs verða betri. Nánari upplýsingar um málið er að finna á vef Orkustofnunar, http://orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/nr/1029.

Lesa meira

Viðreisn atvinnulífs með Framtakssjóðum - 14. sep. 2011

Öðru hverju hefur þess gætt í opinberri umræðu hér á landi að mönnum sé ekki vel ljóst hver tilgangur Framtakssjóðs Íslands sé, hvaða hugmyndafræði standi að baki honum né heldur hvernig hann starfar. Umræðan einkennist oft af upphrópunum, sem eiga það sameiginlegt að vera hvorki studdar staðreyndum né rökum. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir hvers eðlis Framtakssjóður Íslands er og um leið hvers vegna Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók þátt í stofnun hans.

Lesa meira

Úr starfi LV: Meira rafrænt, minni pappír - 8. sep. 2011

Markvisst verður dregið úr pappírsnotkun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á næstu mánuðum og misserum.

Lesa meira

Greiðslur í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð hefjast - 1. sep. 2011

Lögboðnar greiðslur iðgjalds í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð hefjast í þessum mánuði. Lífeyrissjóðunum er falið að innheimta gjaldið og ráðstafa því síðan til VIRK.

Lesa meira