Fréttasafn: ágúst 2011

Fyrirsagnalisti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Vextir á nýjum lánum lækka í 4,5% - 15. ágú. 2011

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag, 15. ágúst 2011, að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,4 prósentustig, úr 4,9% í 4,5%. Lækkunin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 16. ágúst. Vaxtakjör eldri lána, sem og lána sem bera breytilega vexti, haldast óbreytt.

Lesa meira

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tapar ekki á N1 - 13. ágú. 2011

Lífeyrissjóður verzlunarmanna átti engar kröfur í félagið N1 og hefur því ekki tapað neinum fjármunum við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða því ekki fyrir neinu tjóni af þessum sökum.

Lesa meira

Fréttaflutningur af HS Orku: Athugasemd frá Jarðvarma slhf - 4. ágú. 2011

Í fréttum í dag, 3. ágúst, og í gær af endurgreiðslu Alterra (áður Magma Energy) á láni félagsins, hefur aðkoma Jarðvarma slhf, félags í eigu lífeyrissjóða sem nýlega keypti fjórðungshlut í HS Orku, verið til umræðu. Af því tilefni vill stjórn Jarðvarma taka eftirfarandi fram:

Lesa meira