Fréttasafn: júní 2011

Fyrirsagnalisti

Staða lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins styrkist - 30. jún. 2011

Lífeyrissjóðir fólks á hinum almenna vinnumarkaði styrkja stöðu sína hratt, eftir áföllin í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Þetta er m.a. staðfest í nýlegri úttekt Fjármálaeftirlitsins á lífeyrissjóðunum í landinu. Um er að ræða árlega úttekt á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóðanna, þar sem metið er hvernig þeir eru í stakk búnir til að standa við lífeyrisskuldbindingar sínar.

Lesa meira

Lög um framlag lífeyrissjóðanna til Starfsendurhæfingarsjóðs - 16. jún. 2011

Ný lög sem Alþingi samþykkti í lok vorþings kveða á um að lífeyrissjóðirnir í landinu verði aðilar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs, en fyrir voru aðilar vinnumarkaðarins. Sjóðirnir greiða 0,13% af iðgjaldastofni sínum, um einn milljarð á ári, til Starfsendurhæfingarsjóðs. Ákvæði um sérstaka skattlagningu eigna lífeyrissjóðanna voru felld út við samþykkt laganna.

Lesa meira

Lífeyrissjóður verzlunarmanna eignast hlut í HS Orku - 1. jún. 2011

Jarðvarmi, samlagshlutafélag í eigu 14 lífeyrissjóða, hefur eignast fjórðungshlut í orkufyrirtækinu HS Orku. Seljandi er dótturfélag Alterra Power, áður Magma Energy. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er eigandi um fimmtungshlutar í Jarðvarma og þar með um 5% í HS Orku. Lífeyrissjóðirnir njóta við kaupin ávinnings Magma af að greiða fyrir HS Orku að hluta með aflandskrónum.

Lesa meira

140 manns á fundi um lífeyrismál - 1. jún. 2011

Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fjölmenntu á kynningarfund um lífeyrismál á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í gærkvöld, 31. maí.

Lesa meira