Fréttasafn: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

Í tilefni af misvísandi getgátum um forsendur lífeyrisréttinda - 19. jan. 2011

Umræðan að undanförnu hefur því miður oft á tíðum  byggst á misskilningi eða rangfærslum. Meðal annars hefur flogið fyrir í umræðu í fjölmiðlum að réttindi fólks í lífeyrissjóðum séu byggð á sandi og lítt á þau að treysta til framtíðar.

Til að svara tilhæfulausum ásökunum sem þessum þarf einkum að horfa til tveggja þátta, eigna- og skuldastöðu lífeyrissjóðs og uppbyggingu lífeyrisréttinda sjóðfélaga.  Eigna- og skuldastaða lífeyrissjóðs í nútíð og framtíð er metin í tryggingafræðilegri úttekt og sjóðfélagar ávinna sér lífeyrisréttindi samkvæmt gildandi réttindatöflum.

Lesa meira

Fjárfestingarstefna 2011 - 7. jan. 2011

Stjórn LV hefur nýlega samþykkt fjárfestingarstefnu sjóðsins vegna ársins 2011 og er hún grundvölluð á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og samþykktum sjóðsins.

Lesa meira