Fréttasafn: 2011

Fyrirsagnalisti

Áramótakveðja - 30. des. 2011

Stjórn og starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna óskar sjóðfélögum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á árinu 2012. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Lesa meira

Lífeyrir vegna desember verður greiddur 30. desember - 27. des. 2011

Lífeyrissjóðurinn mun greiða lífeyri vegna desembermánaðar þann 30. desember n.k. og er það með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Lesa meira

Jólakveðja frá starfsfólki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 22. des. 2011

Við óskum sjóðfélögum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Starfsfólk Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lesa meira

Breytt lög um séreignarsparnað – Framlag launþega lækkar úr 4% í 2% - 20. des. 2011

Alþingi samþykkti rétt fyrir jólahlé þingsins breytingu á lögum um séreignarsparnað. Heimild til að draga iðgjöld launþega frá tekjuskattstofni er nú 2% í stað 4% áður. Breytingin er tímabundin næstu þrjú ár, til loka árs 2014.

Lesa meira

1.400m.kr. „sérstakt gjald“ á lífeyrissjóði? - 5. des. 2011

Fjármálaráðherra hefur, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þau nýmæli eru í frumvarpinu að gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir greiði í ríkissjóð „sérstakt gjald“ sem nemur 1.400 milljónum króna á þessu ári og aftur á næsta ári. Í tilviki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna yrði skatturinn um 260 milljónir króna á næsta ári, en greiddur að hluta í lok þessa árs.

Lesa meira

Hörð gagnrýni á skattlagningar­frumvörp - 2. des. 2011

Landssamtök lífeyrissjóða (LL) gagnrýna harðlega áform um skattlagningu lífeyrissjóða og um lækkun frádráttarbærs iðgjalds í séreignarlífeyrissparnað. Þetta kemur fram í umsögnum Landssamtakanna til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvörp um fjársýsluskatt og um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Um er að ræða stjórnarfrumvörp sem fylgja fjárlagafrumvarpinu og má búast við að verði afgreidd fyrir jólahlé Alþingis. Megininntakið í gagnrýni LL varðandi það að leggja fyrirhugaðan fjársýsluskatt á lífeyrissjóði er að rökin, sem færð eru fyrir skattlagningunni í frumvarpinu, eigi alls ekki við um lífeyrissjóði og að skatturinn muni auka á ójöfnuð milli sjóðfélaga hins almenna lífeyriskerfis og í opinberu sjóðunum. Hér verður til upplýsingar gerð nánari grein fyrir umsögn LL um áformaðan fjársýsluskatt.

Lesa meira

Erlent: Lífslíkur Hollendinga aukast hratt - 24. nóv. 2011

Lífslíkur nýfæddra Hollendinga hafa aukist hratt frá árinu 2000 til 2010. Frá þessu greinir í frétt vefmiðilsins European Pensions, sem er fagmiðill um lífeyrismál, og hefur eftir hagstofu þeirra Hollendinga. Þessi þróun hefur mikla þýðingu fyrir lífeyrissjóði, þar sem hærri meðaldánaraldur eykur lífeyrisskuldbindingar þeirra. Lesa meira

Að hefja töku lífeyris - Fræðslufundir - 18. nóv. 2011

Fræðslufundir um lífeyrismál undir yfirskriftinni "Að hefja töku lífeyris" verða haldnir á vegum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna dagana 29. nóvember og 6. desember á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í Reykjavík

Lesa meira

Lífeyriskerfi Grikkja veikast – Ástrala sterkast - 17. nóv. 2011

Lífeyriskerfi Grikkja er neðst á lista 44 ríkja yfir sjálfbærni lífeyriskerfa, Ástralía er í efsta sæti listans. Almennt koma Asíuríki lakast út og Austurevrópuríki hafa fallið mikið í kjölfar þjóðnýtingar lífeyrissjóða. Fjármálakreppan í heiminum og skuldsetning ríkja vegna hennar skýra hnignandi stöðu flestra og vaxandi áhyggjur eru af því hvort lífeyriskerfi jarðarbúa geti tryggt þeim nægilega góða afkomu á efri árum. Lífeyriskerfi Íslendinga svipar helst til þeirra, sem koma best út í samanburðinum, en Ísland var ekki með í þessari úttekt.

Lesa meira

Aðsend grein: Lífeyrissjóðirnir í erfiðu umhverfi - 24. okt. 2011

Björn Z. Ásgrímsson er sérfræðingur á Lífeyris- og verðbréfasjóðasviði Fjármálaeftirlitsins. Hann birti afar aðgengilega og fróðlega grein í Viðskiptablaðinu þann 13. október þar sem hann fjallar um lífeyrissjóðina og stöðu þeirra nú. Við birtum greinina hér, með góðfúslegu leyfi höfundar, og hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér efni hennar.

Lesa meira

Eignir lífeyrissjóðanna: Nýjar tölur frá Seðlabankanum - 13. okt. 2011

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 2.019 milljarðar króna í lok ágústmánaðar. Það er um 110 milljörðum meira en um áramót. Heildareign sjóðanna lækkaði hins vegar í ágústmánuði vegna gengislækkunar erlendra eigna, sem rekja má til sviptinga á erlendum fjármálamörkuðum.

Lesa meira

Sjóðfélagayfirlit send sjóðfélögum - 6. okt. 2011

Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fá næstu daga send heim til sín yfirlit yfir stöðu sína í sjóðnum. Þar koma fram iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins, hver réttindi þeirra eru í sjóðnum og hve hárrar lífeyrisgreiðslu þeir geti vænst miðað við óbreytt iðgjöld til starfsloka, auk ýmissa annarra gagnlegra upplýsinga.

Lesa meira

Aukin heimild til úttektar á séreignarsparnaði - 23. sep. 2011

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 17. september s.l. var heimild til sérstakrar úttektar séreignarsparnaðar aukin úr 5.000.000 kr. í 6.250.000 kr. Heimild til aukinnar úttektar tekur gildi 1. október n.k. og er úttektartímabilið allt að 15 mánuðir. Sækja þarf um úttekt samkvæmt heimild þessari fyrir 1. júlí 2012.

Lesa meira

Jákvæð tíðindi af HS Orku - 16. sep. 2011

Orkustofnun hefur veitt HS Orku virkjunarleyfi vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar úr 100 MWe í rafmagni í 160 - 180 MWe í rafmagni samkvæmt nánari skilyrðum í leyfinu, eins og segir í frétt á vef Orkustofnunar. Lífeyrissjóður verzlunarmanna á hagsmuna að gæta í HS Orku, en sjóðurinn á sem svarar 5% í HS Orku með fimmtungs eignarhlut sínum í samlagshlutafélaginu Jarðvarma, eiganda 25% hlutar í HS Orku. Leyfisveiting Orkustofnunar er því góð tíðindi fyrir Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Þar sem möguleikar HS Orku til vaxtar og viðgangs verða betri. Nánari upplýsingar um málið er að finna á vef Orkustofnunar, http://orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/nr/1029.

Lesa meira

Viðreisn atvinnulífs með Framtakssjóðum - 14. sep. 2011

Öðru hverju hefur þess gætt í opinberri umræðu hér á landi að mönnum sé ekki vel ljóst hver tilgangur Framtakssjóðs Íslands sé, hvaða hugmyndafræði standi að baki honum né heldur hvernig hann starfar. Umræðan einkennist oft af upphrópunum, sem eiga það sameiginlegt að vera hvorki studdar staðreyndum né rökum. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir hvers eðlis Framtakssjóður Íslands er og um leið hvers vegna Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók þátt í stofnun hans.

Lesa meira

Úr starfi LV: Meira rafrænt, minni pappír - 8. sep. 2011

Markvisst verður dregið úr pappírsnotkun hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna á næstu mánuðum og misserum.

Lesa meira

Greiðslur í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð hefjast - 1. sep. 2011

Lögboðnar greiðslur iðgjalds í VIRK Starfsendurhæfingarsjóð hefjast í þessum mánuði. Lífeyrissjóðunum er falið að innheimta gjaldið og ráðstafa því síðan til VIRK.

Lesa meira

Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Vextir á nýjum lánum lækka í 4,5% - 15. ágú. 2011

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag, 15. ágúst 2011, að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,4 prósentustig, úr 4,9% í 4,5%. Lækkunin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 16. ágúst. Vaxtakjör eldri lána, sem og lána sem bera breytilega vexti, haldast óbreytt.

Lesa meira

Lífeyrissjóður verzlunarmanna tapar ekki á N1 - 13. ágú. 2011

Lífeyrissjóður verzlunarmanna átti engar kröfur í félagið N1 og hefur því ekki tapað neinum fjármunum við fjárhagslega endurskipulagningu þess. Sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða því ekki fyrir neinu tjóni af þessum sökum.

Lesa meira

Fréttaflutningur af HS Orku: Athugasemd frá Jarðvarma slhf - 4. ágú. 2011

Í fréttum í dag, 3. ágúst, og í gær af endurgreiðslu Alterra (áður Magma Energy) á láni félagsins, hefur aðkoma Jarðvarma slhf, félags í eigu lífeyrissjóða sem nýlega keypti fjórðungshlut í HS Orku, verið til umræðu. Af því tilefni vill stjórn Jarðvarma taka eftirfarandi fram:

Lesa meira
Síða 1 af 3