Fréttasafn: september 2009

Fyrirsagnalisti

Í tilefni af fréttum RÚV 20. september s.l. - 21. sep. 2009

Sagt var frá því í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og ríkissjónvarpsins, sunnudaginn 20. september, að tveir stjórnarmenn í VR stéttarfélagi hyggist leggja fram kæru á hendur stjórn og stjórnendum Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) til Fjármálaeftirlitsins vegna brota á samþykktum sjóðsins og lögum um lífeyrissjóði. Í fréttinni kemur á engan hátt fram hvaða ákvæði samþykkta eða laga kunni að hafa verið brotin og er engin tilraun gerð af hálfu fréttamanns til að komast að því. Í fréttinni er aðeins vísað almennt til fjárfestinga í skráðum félögum, þ.e. Kaupþingi banka hf. og Exista hf. og ætluð áhrif venslatengsla á þau viðskipti. Þá er einnig vísað til lánveitinga til Bakkavarar hf. eftir fall bankakerfisins sem og að annarleg sjónarmið hafi legið að baki gjaldmiðlavörnum sjóðsins.


Stjórnendur LV harma þær fjölmörgu rangfærslur sem fram komu í fréttinni og vísa alfarið á bug fullyrðingum um brot á lögum og samþykktum sjóðsins sem og að fjárfestingar sjóðsins hafi byggst á öðru en viðskiptalegum forsendum.

Lesa meira