Fréttasafn: maí 2009

Fyrirsagnalisti

Ítarleg úttekt Capacent staðfestir traustan rekstur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna - 25. maí 2009

Vegna góðrar ávöxtunar undanfarin ár þarf ekki að skerða lífeyrisgreiðslur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þrátt fyrir neikvæða afkomu árið 2008 og varúðarafskrift skuldabréfa innlendra fyrirtækja. Meginhluti eigna sjóðsins er bundinn í traustum eignum sem ætla má að gefi góða ávöxtun þegar til lengri tíma er litið.

Verkefni lífeyrissjóða er að umbreyta iðgjöldum í lífeyri á sem skilvirkastan hátt, meðal annars með því að halda kostnaði í lágmarki. Vinnubrögð stjórnenda LV standast fyllilega þær kröfur sem til þeirra eru gerðar og rekstrarkostnaðurinn er lægri en almennt gerist hjá sambærilegum sjóðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt sem stjórn sjóðsins fól Capacent ráðgjöf að vinna og kynnt var á ársfundi sjóðsins á Grand Hotel í dag, mánudaginn 25. maí 2009.

Lesa meira

Staða forstjóra LV auglýst - 17. maí 2009

Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur ákveðið að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins fljótlega en Þorgeir Eyjólfsson lét á föstudag af störfum framkvæmdastjóra að eigin ósk.

Í tilkynningu frá Gunnari Páli Pálssyni, stjórnarformanni sjóðsins segir, að samkvæmt skipuriti hafi Guðmundur Þ. Þórhallsson verið staðgengill framkvæmdastjóra og muni hann sinna þeim störfum tímabundið þar til að ráðið hefur verið í stöðuna.

Lesa meira