Fréttasafn: janúar 2009

Fyrirsagnalisti

Um breytingar á lögum um lífeyrissjóði - 23. jan. 2009

Í desember sl. samþykkti Alþingi nokkrar breytingar á lögum um lífeyrissjóði. Meðal breytinga sem varða sjóðfélaga beint er að reglur um útgreiðslu lífeyrissparnaðar hafa verið rýmkaðar og er nú hægt að taka sparnaðinn út í eingreiðslu frá 60 ára aldri í stað sjö ára áður. Þá er nú einnig heimilt að greiða sparnaðinn í eingreiðslu við fráfall sjóðfélaga.

Lesa meira

Upplýsingar v/fréttar Stöðvar 2 15. jan s.l. - 16. jan. 2009

Vegna fréttar Stöðvar 2 þar sem greint var frá að tap lífeyrissjóða væri meira en áður hafi komið fram þar sem fjárfestingar hafi verið afskrifaðar í séreignasjóðum en ekki samtryggingarsjóðum skal áréttað:


  • Eignir séreignardeildar LV eru ávaxtaðar samhliða eignum samtryggingardeildar. Því er afkoma deildanna hin sama og vísast til upplýsinga um afkomu sjóðsins á fyrstu 10 mánuðum ársins í fréttum hér á síðunni frá 11.12.08 og 4.11.08. Inni í þeim útreikningum var búið að gera ráð fyrir afskriftum vegna skuldabréfa fyrirtækja.
  • Í fréttunum á heimasíðu sjóðsins kom fram að lækkun á eignum sjóðsins vegna falls bankanna og fjármálakreppunnar í október næmi 14,4%. Vegna óhagstæðrar þróunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum á fyrstu 10 mánuðum ársins nemur lækkun eigna sjóðsins frá áramótum 23,4%.
  • Skuldabréf fyrirtækja námu 6% af eignum sjóðsins. Gert er ráð fyrir við niðurskriftir að u.þ.b. helmingur þeirra sé tapaður. Eins og fyrr greinir er tekið að fullu tillit til þess við afkomuútreikningana.
  • Sjóðurinn var ekki eigandi að óveðtryggðum skuldabréfum/víxlum nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í fréttum vegna rekstrarvandræða; Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Mosaic Fashions og Atorku.
  • Skuldabréf eftirtaldra útgefenda voru til varúðar færð niður að hluta og/eða öllu leyti; Bakkavör, Exista, Fl Group, Samson og Eimskip.
  • Ekki var talin ástæða til að færa varúðarafskriftir vegna skuldabréfa eftirtalinna útgefenda; Skipti (Síminn), Tryggingamiðstöðin, Landsvirkjun, RARIK, Alfesca, Orkuveita Reykjavíkur, Íslenskir aðalverktakar og HB Grandi.

Af ofangreindu má ljóst vera að frétt Stöðvar 2 um að stórar fjárhæðir vegna fyrirtækjaskuldabréfa eigi eftir að afskrifast á ekki við í tilviki Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Lesa meira