Fréttasafn: desember 2008

Fyrirsagnalisti

Yfirlýsing í tilefni umfjöllunar Stöðvar 2 í fréttum 28. desember 2008 - 29. des. 2008

Viðmælandi Stöðvar 2 í fréttatíma 28. desember 2008 kaus að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins.

Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins í Kaupþingi en eiginkona mín hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar míns sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt.

Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra tengsla ber að árétta að hann var svipaður og annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 3,56% í Kaupþingi í apríl 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,61% og Gildi lífeyrissjóður 3,22% á sama tíma.

Lesa meira

Áhrif fjármálakreppunnar á eignir LV - 11. des. 2008

Vegna umræðu á netinu viljum við árétta upplýsingar sem birtar voru á heimasíðu lífeyrissjóðsins í byrjun nóvember um áhrif fjármálakreppunnar á séreignardeild sjóðsins en eignir séreignardeildarinnar eru ávaxtaðar með hliðstæðum hætti og aðrar eignir lífeyrissjóðsins. Í fréttinni kom fram að lækkun á eignum sjóðsins vegna fjármálakreppunnar næmi 14,4%. Vegna óhagstæðrar þróunar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum nemur lækkun eigna sjóðsins frá áramótum 23,4% í lok október. Jafnframt er greint frá að 5 ára árleg ávöxtun sjóðsins hafi verið 15,8% við síðustu áramót sem er önnur hæsta meðalávöxtun lífeyrissjóðanna á því tímabili.

Lesa meira

Leiðrétting við útreikninga um uppsöfnun og verðmæti iðgjalda - 2. des. 2008

Á netinu hefur gengið tölvupóstur þar sem fjallað er með villandi hætti um uppsöfnun iðgjalda sjóðfélaga til lífeyrissjóða og verðmæti þeirra við 67 ára aldur. Af þessu tilefni vill lífeyrissjóðurinn koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:

Í útreikningum eru notaðir 8% raunvextir en ekki 3,5% raunvextir sem ákveðnir eru í reglugerð og tryggingastærðfræðingum er gert að nota við útreikninga sína.

Ekki er í útreikningunum tekið tillit til forsendna um dánarlíkur, örorkulíkur, hjúskaparlíkur og barneignalíkur. Þannig greiðir lífeyrissjóðurinn ævilangan ellilífeyrir auk þess sem hann veitir ríkulegan rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris vegna orkutaps sjóðfélaga eða fráfalls.

Það er hlutverk tryggingastærðfræðinga að gera úttektir á fjárhag lífeyrissjóðanna og byggir vinna þeirra eins og áður segir á reglugerð. Starfsmenn eða stjórnarmenn lífeyrissjóða eiga þar enga hlutdeild.

Mismunur þess að reikna með mismunandi ávöxtun sýnir sig best í að 1 króna verður að 3 krónum á 33 ára tímabili sé reiknað með 3,5% raunvöxtum - en að 12 krónum á jafnlöngum tíma sé reiknað með 8% raunvöxtum.

Lesa meira